07/08. tbl. 90.árg. 2004

Læknar

Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, auglýsir lausa til umsóknar stöðu læknis á verkja- og gigtarsviðum. Á þessum sviðum eru endurhæfðir sjúklingar með langvinna verki og gigtarsjúkdóma. Staðan er veitt til eins árs með möguleika á framlengingu, vinnu á öðrum meðferðarsviðum og þátttöku í rannsóknarverkefnum. Staðan er laus frá 1. september 2004. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Frekari upplýsingar gefa Magnús Ólason yfirlæknir verkjasviðs magnuso @reykjalundur.is, Ingólfur Kristjánsson settur yfir­læknir gigtarsviðs ingolfurk@reykjalundur.is og Hjör­dís Jóns­dóttir lækningaforstjóri hjordisj@reykjalundur.is í tölvu­pósti eða síma 566 6200.Þetta vefsvæði byggir á Eplica