Umræða og fréttir

Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja: Auðmýkjandi og andlega heilsuspillandi?

Ritstjórnargrein Sigurbjörns Sveinssonar formanns Læknafélags Íslands í síðasta tölublaði Læknablaðsins (Læknablaðið 2004; 90: 293) vakti verðskuldaða eftirtekt enda fjallaði hann þar um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja sem notið hafa mikillar athygli í fjölmiðlum. Greinin bar fyrirsögnina "Mál er að linni" og í henni hvatti formaðurinn til þess að tengsl risnu og fræðslu lækna yrðu rofin enda væru þau "í senn auðmýkjandi og andlega heilsuspillandi", að því ógleymdu að þau gætu að nauðsynjalausu valdið trúnaðarbresti milli lækna og almennings.

Læknablaðinu lék hugur á að vita hvað læknum þótti um þessi skrif formanns síns og leitaði því til tveggja forystumanna sérgreinafélaga, Elínborgar Bárðardóttur formanns Félags íslenskra heimilislækna og Runólfs Pálssonar formanns Félags íslenskra lyflækna, og Arnórs Víkingssonar formanns Fræðslustofnunar lækna. Birtast svör þeirra hér í opnunni.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica