Umræða og fréttir

Sveigjanlegur eftirlaunaaldur eftir 15 ára bið

Allt frá því landlæknir birti niðurstöður Hjartaverndar í Fylgiriti Landlæknisembættisins 1990 um verulega hagstæða breytingu á heilsufari eldra fólks á árunum 1967-1985 fylgdi krafan um sveigjanleika eftirlaunaaldurs. Í ljós kom að í heild hafði hjarta- og lungnastarfsemi fólks breyst til batnaðar, svo sem blóðfita, blóðþrýstingur lækkað, lungnastarfsemi batnað og dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma og heilablæðingar lækkað verulega á aldrinum 40-74 ára. Þessar breytingar tengjast án efa breyttum lífsstíl, meiri hreyfingu (trimmherferð ÍSÍ hófst í samvinnu við Hjartavernd 1970), minni reykingum, lengri skólagöngu og fleira. Í kjölfar tillögu landlæknisembættis samþykkti alþingi þingsályktunartillögu allra flokka um að skoða málið árið 1990 en málið koðnaði niður. FEB tók málið aftur upp 2001 og þetta var eitt af málum sem samþykkt voru á fundum eldri borgara og ríkisstjórnar 2002. Guðmundur Hallvarðsson tók nýlega upp málið á þingi. Nefnd alþingismanna undir hans forystu hefur lagt til að eftirlaunaaldur verði hækkaður upp í 72 ár.

FEB hefur skorað á atvinnurekendur að gefa fólki kost á sveigjanlegum eftirlaunaaldri, meðal annars sem hlutastarf 64-74 ára. Nú hefur heilbrigðisráðherra skipað nefnd með fulltrúa frá Landssambandi eldri borgara er semja skal frumvarp um málið fyrir vorþing 2004.



Ólafur Ólafsson

Formaður Félags eldri borgara

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica