Fræðigreinar
Doktorsvörn í læknisfræði
Þann 6. júní síðastliðinn varði Fritz H. Berndsen skurðlæknir doktorsritgerð við læknadeild Háskólans í Lundi. Ritgerðin ber nafnið The changing path of inguinal hernia surgery. Andmælandi við doktorsvörnina var Bo Anderberg prófessor í Stokkhólmi en leiðbeinandi var Agneta Montgomery dósent við háskólasjúkrahúsið í Malmö.
Ritgerðin fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á meðferð nárakviðslita á síðastliðnum áratug. Aðgerð við nárakviðsliti er ein algengasta aðgerð í skurðlækningum en helsta vandamálið eftir hana hefur verið há tíðni endurtekinna kviðslita (10-20%) Á síðasta áratug hafa komið fram nýjar skurðaðgerðir þar sem saumað er inn net til að styrkja kviðvegginn og þannig reynt að minnka líkur á endurteknu kviðsliti. Auk þess hafa kviðsjáraðgerðir rutt sér til rúms við aðgerðir á nárakviðsliti.
Fyrsta rannsókn ritgerðarinnar fjallar um árangur meðferðar á sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð. Þar voru teknar upp nýstárlegri aðgerðir gegn nárakviðsliti 1993, auk þess sem kennsla skurðlækna var bætt. Til að meta árangur þessara breytinga var sjúklingum sem höfðu farið í aðgerð 1990 og 1996 fylgt eftir í 5 ár. Tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð lækkaði úr 28% árið 1990 í 3% árið 1996 sem þykir mjög góður árangur.
Önnur og þriðja rannsókn ritgerðarinnar er tvíþætt slembirannsókn á árangri kviðsjáraðgerðar og opinnar aðgerðar við nárakviðsliti. Þetta er jafnframt stærsta rannsókn sinnar tegundar þar sem 1000 sjúklingum var fylgt eftir reglulega í fimm ár. Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu minni verki eftir aðgerð og veikindaleyfi þeirra voru styttri. Ekki reyndist munur á tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð en hins vegar kom í ljós marktækt samband milli þess skurðlæknis sem framkvæmdi aðgerðina og tíðni endurtekinna kviðslita.
Fjórða rannsóknin fjallar um meðferð tvíhliða nárakviðslita en í 15-20% tilvika eru kviðslit í báðum nárum. Áður tíðkaðist að framkvæma tvær aðgerðir með nokkurra mánaða millibili en með tilkomu kviðsjáraðgerða var í auknum mæli farið að gera aðgerð á báðum nárum samtímis. Við háskólasjúkrahúsið í Malmö hafa sjúklingar með tvíhliða kviðslit verið meðhöndlaðir með kviðsjáraðgerð frá árinu 1993 og var tilgangur rannsóknarinnar að meta árangur aðgerðanna. Helstu niðurstöður voru þær að tvíhliða kviðsjáraðgerð er örugg og alvarlegir fylgikvillar fáir. Tíðni endurtekinna kviðslita þremur árum eftir aðgerð reyndist lág, eða innan við 3%.
Síðasta rannsókn ritgerðarinnar var dýratilraun þar sem borin var saman mismunandi net sem notuð eru við nárakviðslitsaðgerðir. Sérstaklega voru könnuð áhrif netinnlagnar á sáðstreng og æðar til eista. Það net sem mest er notað í dag virðist ekki hafa áhrif á sáðstreng né æðar til eista.
Fritz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1985 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám á skurðdeildum Sjúkrahúss Karlskrona í Svíþjóð frá 1993 til 1997 og fékk sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum 1997. Á árunum 1998-2002 starfaði Fritz í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kviðsjáraðgerðum. Hann starfar nú sem yfirlæknir handlækningadeildar Sjúkrahúss Akraness auk þess sem hann rekur læknastofu í Domus Medica.
Ritgerðin fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á meðferð nárakviðslita á síðastliðnum áratug. Aðgerð við nárakviðsliti er ein algengasta aðgerð í skurðlækningum en helsta vandamálið eftir hana hefur verið há tíðni endurtekinna kviðslita (10-20%) Á síðasta áratug hafa komið fram nýjar skurðaðgerðir þar sem saumað er inn net til að styrkja kviðvegginn og þannig reynt að minnka líkur á endurteknu kviðsliti. Auk þess hafa kviðsjáraðgerðir rutt sér til rúms við aðgerðir á nárakviðsliti.
Fyrsta rannsókn ritgerðarinnar fjallar um árangur meðferðar á sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð. Þar voru teknar upp nýstárlegri aðgerðir gegn nárakviðsliti 1993, auk þess sem kennsla skurðlækna var bætt. Til að meta árangur þessara breytinga var sjúklingum sem höfðu farið í aðgerð 1990 og 1996 fylgt eftir í 5 ár. Tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð lækkaði úr 28% árið 1990 í 3% árið 1996 sem þykir mjög góður árangur.
Önnur og þriðja rannsókn ritgerðarinnar er tvíþætt slembirannsókn á árangri kviðsjáraðgerðar og opinnar aðgerðar við nárakviðsliti. Þetta er jafnframt stærsta rannsókn sinnar tegundar þar sem 1000 sjúklingum var fylgt eftir reglulega í fimm ár. Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu minni verki eftir aðgerð og veikindaleyfi þeirra voru styttri. Ekki reyndist munur á tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð en hins vegar kom í ljós marktækt samband milli þess skurðlæknis sem framkvæmdi aðgerðina og tíðni endurtekinna kviðslita.
Fjórða rannsóknin fjallar um meðferð tvíhliða nárakviðslita en í 15-20% tilvika eru kviðslit í báðum nárum. Áður tíðkaðist að framkvæma tvær aðgerðir með nokkurra mánaða millibili en með tilkomu kviðsjáraðgerða var í auknum mæli farið að gera aðgerð á báðum nárum samtímis. Við háskólasjúkrahúsið í Malmö hafa sjúklingar með tvíhliða kviðslit verið meðhöndlaðir með kviðsjáraðgerð frá árinu 1993 og var tilgangur rannsóknarinnar að meta árangur aðgerðanna. Helstu niðurstöður voru þær að tvíhliða kviðsjáraðgerð er örugg og alvarlegir fylgikvillar fáir. Tíðni endurtekinna kviðslita þremur árum eftir aðgerð reyndist lág, eða innan við 3%.
Síðasta rannsókn ritgerðarinnar var dýratilraun þar sem borin var saman mismunandi net sem notuð eru við nárakviðslitsaðgerðir. Sérstaklega voru könnuð áhrif netinnlagnar á sáðstreng og æðar til eista. Það net sem mest er notað í dag virðist ekki hafa áhrif á sáðstreng né æðar til eista.
Fritz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1985 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám á skurðdeildum Sjúkrahúss Karlskrona í Svíþjóð frá 1993 til 1997 og fékk sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum 1997. Á árunum 1998-2002 starfaði Fritz í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kviðsjáraðgerðum. Hann starfar nú sem yfirlæknir handlækningadeildar Sjúkrahúss Akraness auk þess sem hann rekur læknastofu í Domus Medica.