12. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Fréttatilkynning frá Eli Lilly:

George W. Simons M.D.

Niðurstöður rannsókna birtar opinberlega

Eli Lilly & Company hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að frá og með síðasta fjórðungi þessa árs muni fyrirtækið birta opinberlega allar niðurstöður úr klínískum rannsóknum sem kostaðar eru af fyrir­tækinu. Lilly er frumkvöðull á þessu sviði og með þessu verkefni hefur fyrirtækið sett fram ný viðmið varðandi birtingu á niðurstöðum úr rannsóknum.

Eftirfarandi er haft eftir Sidney Taurel stjórnarfor­manni og forstjóra Lilly: "Lilly skilur að sjúklingar, viðskiptavinir og gagnrýnendur eru að leita eftir gagn­sæjum svörum sem leggja sitt af mörkum til ákvarðana­töku á sviði heilbrigðismála. Tilkynning okkar sýnir viðleitni til að birta opinberlega upplýsingar úr klínískum rannsóknum framkvæmdum af Lilly. Þessi birting ætti að verða ómetanleg fyrir sjúklinga og lækna þegar þeir þurfa að taka upplýstar ákvarðanir um lyf frá Lilly."

Birtar verða niðurstöður allra Fasa I til Fasa IV rannsókna á markaðssettum lyfjum, hvar sem þær eru framkvæmdar í heiminum. Þar að auki mun fyrirtækið byrja að birta upphaf allra klínískra rannsókna í Fasa III og Fasa IV. Einnig verður birt lýsing á hönnun og aðferðarfræði rannsóknanna og allar niðurstöður hvort sem þær styðja þær kenningar sem verið var að prófa eður ei.

Lilly hefur með þessu skuldbundið sig til þess að birta allar rannsóknarniðurstöður á hlutlausan og nákvæman hátt. Þessar upplýsingar verða birtar á vef­fanginu: www.lillytrials.com. Auk þess vill Lilly ítreka og staðfesta aftur þær skuldbindingar sínar að haldið verður áfram að birta upplýsingar um rannsóknir á alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum sem Lilly er að byrja að framkvæma. Þessar upplýsingar verða áfram birtar á veffanginu: www.clinicaltrials.gov.

Byrjað verður á að birta upplýsingar um allar klínískar rannsóknir á markaðssettum lyfjum sem lokið hefur verið eftir 1. júlí 2004. Auk þess mun skráin vera afturvirk og birtar verða niðurstöður skráningar­rannsókna á virkni og öryggi skráningarrannsókna á markaðssettum lyfjum sem hafa verið samþykkt eftir 1. júlí 1994.

Fyrirtækið mun fela óháðum þriðja aðila að endurskoða, yfirfara og staðfesta að verið sé að fylgja þessum loforðum eftir varðandi birtingu niðurstaðnanna.

Ef óskar er frekari upplýsinga um þetta málefni vinsamlegast hafið samband við Solveigu Sigurðar­dóttir, lyfjafræðing og rannsóknarfulltrúa eða Helenu Líndal, lyfjafræðing og rannsóknarfulltrúa í síma 520 3400.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica