12. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Þegar Henry Gray kom fyrst í læknadeild Háskóla Íslands

Frá fulltrúa LÍ í fastanefnd evrópskra lækna

Aldarminning Jóns Steffensen

lbl-forsida 7-2004Í Árbók Háskólans fyrir háskólaárið 1911-1912 er þess getið að í líffærafræði kerfa hafi Guðmundur Hannesson notað við kennsluna Grundriss der Ana­tomie eftir Richter. Næsta skólaár segir að í líf­færa­fræði svæða hafi Guðmundur notað Lehrbuch der Topographischen Anatomie eftir Corning. Í Árbókinni fyrir árin 1913-1914 er beggja fyrrnefndra bóka getið og þá er einnig getið um líffæramyndir [Atlas der Anatomie, þrjár útgáfur] eftir Spalteholz, Toldt og Broesike. Þá er nefnd Lehrbuch der normalen Ana­tomie eftir Broesike og virðist hún ásamt svæða­lýs­ingum Cornings hafa verið aðal kennslubókin frá því. Er á líður hverfa alveg úr Árbók Háskólans frá­sagnir af því hvaða kennslubækur voru notaðar í greininni.

Önnur heimsstyrjöldin kom í veg fyrir áframhaldandi viðskipti við Þýzkaland og því hefir Jón Steffen­sen þurft að taka upp nýja kennslubók í líffærafræðinni. Snorri Páll Snorrason kom í deildina haustið 1941. Hann hafði Broesike frá föður sínum, Snorra Halldórssyni héraðslækni í Síðuhéraði. Snorri Páll keypti síðan Gray's Anatomy þegar pöntunin barst til landsins og ritaði í bókina dagsetninguna: 1. des­em­ber 1941.

Henry Gray F.R.S., F.R.C.S. fæddist árið 1827. Ekk­ert er vitað um fyrstu æviár hans eða menntun. Í maí 1845 innritaðist hann sem "perpetual student" við St. George's Hospital, London og honum er svo lýst að hann hafi verið "a most painstaking and methodical worker, and one who learnt his anatomy by the slow but invaluable method of making dissections for himself".

lbl-forsida 7-2004Árið 1848, meðan hann var enn stúdent, vann hann verðlaun The Royal College of Surgeons fyrir rit­gerð byggða á samanburðarrannsóknum hans á bygg­ingu augans í manninum og öðrum hryggdýrum. Árið 1852 var hann kosinn Fellow of the Royal Soci­ety og árið eftir vann hann Astley Cooper verðlaunin fyrir ritgerð um miltað. Hann kenndi líffærafræði við St. George's Hospital og var forstöðumaður líffærasafnsins. Hann sendi frá sér fyrstu útgáfu líffærafræðinnar sem síð­an hefir verið við hann kennd, Gray's Anatomy, ár­ið 1858. Sú útgáfa var 750 síður, með 363 ágætum myndum eftir vin hans, Dr. Vandyke Carter, sem áður hafði kennt líffærafræði við St. George's Hospital. Gray gekk frá annarri útgáfu árið 1860. Árið eftir sótti hann um stöðu aðstoðarskurðlæknis á spítalanum, en þá um sumarið annaðist hann frænda sinn sjúkan og smitaðist við það af bólusótt sem varð honum að aldurtila.

Gray's Anatomy var stöðugt endurskoðuð og endurbætt og 28. útgáfan sem út kom 1942 var 1558 síður og myndirnar voru orðnar 1306.

Í febrúar 2005 er öld liðin frá fæðingu Jóns Steffensen. Af því tilefni verður haldin ráðstefna í minningu hans dagana 18. og 19. febrúar í Þjóðarbókhlöðunni. Jafnframt verð­ur opnuð sýning í safninu sem helguð er minningu Jóns. Hans verður einnig minnst hér í blaðinu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica