11. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Stjórnarkjör LÍ

Að vanda fór fram stjórnarkjör á aðalfundi en það átti sér þann aðdraganda að fyrir fundinum lá tillaga um breytingu á skipan stjórnar. Tillagan var á þá leið að stjórnin lagði til að formenn þriggja félaga lækna, Félags íslenskra heimilislækna, Sérfræðingafélags íslenskra lækna og Félags ungra lækna, ættu ekki lengur sæti í stjórn heldur yrði meðstjórnendum fækkað úr sex í fimm og þeir allir kjörnir á aðalfundi.

Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu og sýndist mönnum sitt hvað. Einkum töldu fundarmenn brýnt að ungir læknar ættu öruggt sæti í stjórn LÍ. Niðurstaðan varð sú að meðstjórnendum var fækkað um einn, af þeim eru fjórir kosnir á aðal­fundi en FUL tilnefnir áfram einn meðstjórnanda.

Að þessu loknu var gengið til stjórnarkjörs. Samkvæmt lögum félagsins átti að kjósa nýjan ritara og varaformann. Jón Snædal sem gegnt hefur varaformennsku í félaginu í átta ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hans stað var Hulda Hjartardóttir kjörin varaformaður. Hulda hafði verið ritari en í hennar stað var kjörinn Ófeigur T. Þor­geirsson sem verið hafði meðstjórnandi. Ný inn í stjórn kom jafnframt Sigríður Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir. Stjórn LÍ fyrir starfsárið 2004-2005 er því þannig skipuð:

Formaður: Sigurbjörn Sveinsson

Varaformaður: Hulda Hjartardóttir

Gjaldkeri: Birna Jónsdóttir

Ritari: Ófeigur T. Þorgeirsson

Meðstjórnendur: Bjarni Þór Eyvinds­son, Elínborg Bárðardóttir, Páll H. Möller, Sigríður Ó. Haralds­dóttir, Sigurður Einar Sigurðsson.

Endurskoðandi: Einar H. Jónmundsson, til vara Þengill Oddsson.Þetta vefsvæði byggir á Eplica