10. tbl. 90. árg. 2004

Lausar stöður

Heilsugæslulæknir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hella/Hvolsvöllur

Staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu við stöðvarnar á Hellu og Hvolsvelli.

Æskilegt er að umsækjandi hafi viðurkenningu sem sérfræðingur í heimilislækningum. Laun eru samkvæmt úrskurði kjaranefndar.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2004.

Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum.

Nánari upplýsingar veita læknarnir Þórir B. Kolbeinsson í síma 4875123 og Guðmundur Benediktsson í síma 4878126.

Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum sem fást á skrifstofu landlæknis til Framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, v. Árveg, 800 Selfossi.

Við heilsugæslustöðvarnar á Hellu og Hvolsvelli starfa þrír læknar og sinna ca. 3100 íbúum. Stöðvarnar eru vel búnar með góðri vinnuaðstöðu. Í sveitarfélögunum er mjög barnvænt umhverfi með einsetnum skólum og leikskólum, íþróttahús og sundlaugar. Tónlistarskóli og öflugt kórastarf. Miklir útivistar- og tómstundamöguleikar, golfvöllur, hestamennska, veiðar og fleira. Klukkustundar akstur er til Reykjavíkur.

Endurhæfingarlæknir

Endurhæfingarlæknir óskast í 50% stöðu frá 1. janúar 2005. Möguleiki á 100% stöðu frá 1. júlí 2005.

Umsóknarfrestur er til 15. október 2004.

Upplýsingar gefa Kristján G. Guðmundsson yfirlæknir kristgud@hnlfi.is eða Ólafur Sigurðsson fram­kvæmdastjóri olafur@hnlfi.is Sími 483 0300.

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur verið starfrækt frá árinu 1955. Þar starfa nú 120 manns sem hafa það að markmiði að veita dvalargestum sem besta endurhæfingu og aðhlynningu.

Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10 ? 810 Hveragerði

Heilsugæslulæknir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Kirkjubæjarklaustur

Staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands er laus til umsóknar strax. Um er að ræða 100% stöðu við heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri.   Æskilegt er að umsækjandi hafi viðurkenningu sem sérfræðingur í heimilislækningum.  Laun eru samkvæmt úrskurði kjaranefndar.

Umsóknarfrestur er til 31. október 2004.

Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Skúlason, framkv.stjóri, sími 482 1300. Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum, sem fást á skrifstofu landlæknis, til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, v /  Árveg, 800 Selfoss.

---------------------------------------------------------------------------

Heilsugæslustöðin á Kirkjubæjarklaustri er hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem stofnuð var 1. september sl. með sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og sjúkrahússins á Selfossi.  Á heilsugæslustöðinni er góð vinnuaðstaða og íbúð til afnota fyrir lækni. Á Kirkjubæjarklaustri er mjög barnvænt umhverfi með einsetnum skóla, leikskóla, íþróttahúsi og sundlaug. Tónlistarskóli og öflugt kórastarf.  Miklir útivistar- og tómstundamöguleikar,  golfvöllur, hestamennska, veiðar ofl.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica