10. tbl. 90. árg. 2004
Ráðstefna í Háskóla Íslands
um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum
Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin, nú á vegum læknadeildar, tannlæknadeildar, lyfjafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.
Staðsetning og tími: Í Öskju 4. og 5. janúar 2005.
Þátttakendur: Kennarar og starfsmenn læknadeildar, tannlæknadeildar, lyfjafræðideildar, hjúkrunarfræðideildar og tengdra stofnana auk starfsfólks Landspítala. Allir sem vinna að rannsóknum í samvinnu við starfsfólk deildanna eru velkomnir og einnig kennarar og starfsmenn annarra deilda Háskóla Íslands.
Þátttökugjald: Almennt gjald kr. 4.000 en kr. 1500 fyrir háskólanema.
Beiðni um greiðslu fyrir þátttakendur af hálfu stofnunar, deildar eða fyrirtækis þarf að berast skriflega til framkvæmdastjóra.
Erindi og veggspjöld: Gert er ráð fyrir stuttum erindum (10 mínútur hvert erindi, skiptist þannig: sjö mínútur í kynningu og þrjár í umræðu) og spjaldakynningu (stærð spjalda 90 x 120 cm).
Höfundar taki fram hvort þeir óski eftir að halda erindi eða sýna veggspjald en Vísindanefnd áskilur sér bæði rétt til að meta hvort verkefni verði kynnt sem erindi eða veggspjald og jafnframt til að hafna efni.
Ágrip: Ágrip erinda og veggspjalda verða gefin út í Fylgiriti Læknablaðsins sem mun koma út fyrir ráðstefnuna. Ágripum verði skilað rafrænt til framkvæmdastjóra ráðstefnunnar:
? Hámarkslengd ágripa miðast við 1800 letureiningar (characters with spaces), talið án nafna höfunda og stofnana.
? Ágrip skulu vera skrifuð á íslensku.
? Eftirtalin atriði komi fram í ágripi í þessari röð: titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda feitletrað, vinnustaðir með tilvísun til höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, helstu niðurstöður og ályktanir. Semja þarf sérstaklega um birtingu á töflum og myndum.
? Efnisflokkar eru allar greinar læknisfræði, tannlæknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfunar, lyfjafræði og grunngreinar. Efnisflokkarnir eru miðaðir við reynslu undanfarinna ára, en möguleiki er að bæta við flokkum.
Skilafrestur fyrir ágrip erinda og veggspjalda er 22. október 2004.
Tæknibúnaður: Notaður verður tölvuskjávarpi við flutning erinda. Fyrirkomulag á kynningu veggspjalda verður auglýst síðar.
Skráning: www.hi.is/nam/visindanefnd
Framkvæmdastjórn: Menningarfylgd Birnu ehf, Birna Þórðardóttir. Sími: 862 8031 ? Netfang: birna@birna.is
Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Háskóla Íslands og fulltrúi hjúkrunarfræðideildar.
Elín Soffía Ólafsdóttir
Gísli Sigurðsson
Jórunn Erla Eyfjörð
María H. Þorsteinsdóttir
Sigfús Þór Elíasson
Þór Eysteinsson
Guðrún Kristjánsdóttir