10. tbl. 90. árg. 2004

Félag kvenna í læknastétt á Íslandi

Orðsending til kvenna

kynnir starfsemi félagsins á komandi ári:

1. Októberfundur. Fyrirhugað er að halda sameiginlegan félagsfund Félags kvenna í læknastétt á Íslandi, Félags kvenna í lögmennsku og Kvennanefndar verkfræðingafélagsins fimmtudaginn 14. okt. nk. í húsnæði Logos lögmannsstofu að Efstaleiti 5 kl. 17.30.

Verið er að leita að áhugaverðum fyrirlesara og léttar veitingar verða á eftir, svo að konur fái tækifæri til að kynnast og spjalla.

Frekari upplýsingar um þennan fund verða sendar út á netinu frá skrifstofu læknafélaganna.

2. Nóvemberfundur. Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 17. nóv. kl.19.00. Aðalfundarstörf, hátíðarkvöldverður og góður gestur. Nýútskrifuðum læknum er sérstaklega boðið á þennan fund.

3. Jólafundur verður haldinn 12. jan. 2005. Dagskrá birt síðar.

4. Vorfundur sem ekki hefur verðið tímasettur.

5. N-Evrópuþing Medical Women?s International Association, MWIA, verður haldið á Íslandi dagana 28. sept.-1. okt. 2005. Félagið er að vinna að undirbúningi ráðstefnunnar og tengiráðstefna sem verða daginn fyrir og eftir. Búist er við góðri þátttöku kvenna frá N-Evrópu og fleiri löndum sem gjarnan sækja þessa ráðstefnu. Æskilegt er að fá góða þátttöku íslenskra kvenna.

Allar konur í læknastétt á Íslandi eru velkomnar á fundi okkar, ungar sem gamlar. Fundirnir gefa ágætt tækifæri til að kynnast og mynda tengslanet.

Ef þið eruð ekki félagar og viljið ganga í félagið getið þið sent gjaldkera félagsins, Önnu Geirsdóttur, heimilislækni, Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, félagsgjald, sem er kr. 4000, eða greitt inn á reikning okkar nr. 137-26-3660, kt. 700300-3660. Nafn og kennitala greiðanda þarf að koma fram á greiðsluseðli. Eldri félagar eru beðnar um að greiða árgjöld sín sem fyrst.

Konur sem eru 67 ára og eldri greiða ekki félagsgjöld.

Í von um að fá að sjá sem flestar ykkar á fundum í vetur,

Margrét Georgsdóttir formaður



Þetta vefsvæði byggir á Eplica