Umræða fréttir

Broshorn 40. Sálfræði og hlátur

Að hlusta

Tveir landskunnir sálfræðingar voru með stofur í sama húsi. Annar var fertugur, hinn um sjötugt. Þeir voru samferða í lyftunni í lok vinnudags þegar mjög heitt var úti og báðir höfðu haft fullbókaða stofu frá því snemma um morguninn. Yngri sálfræðingurinn virtist býsna lúinn og það fór ekki framhjá honum að eldri kollegi hans var hress eins og hann væri að mæta í vinnuna eftir fjögurra vikna sumarfrí.

"Ég skil þetta ekki. Hvernig geturðu hlustað á sjúklinga frá morgni til kvölds á degi eins og þessum og verið svona ótrúlega ferskur í lok dagsins eins og sjá má?"

Gamli sálfræðingurinn leit á hinn og spurði: "Hver hlustar?"Að strjúka

Þrír geðsjúklingar sem vistaðir voru á lokaðri deild ákváðu að strjúka. Sá fyrsti komst framhjá vaktmanninum, mjálmaði og hélt svo áfram. Annar sjúklingurinn gerði nákvæmlega það sama, mjálmaði og komst einnig undan. Sá þriðji var á leið framhjá vaktmanninum þegar hann öskraði: "Ég er köttur líka."Að dreyma

"Mig dreymdi ótrúlegan draum í nótt," sagði hjúkkan við lækninn sem hún vann með. "Ég horfði á hnakkann á móður minni, en þegar hún sneri sér við til að horfa á mig var hún með andlitið þitt. Ég vaknaði alveg í sjokki og gat með engu móti sofnað aftur. Ég velti mér og bylti það sem eftir lifði nætur, fór síðan á fætur, fékk mér kók og mætti svo í vinnuna. Finnst þér þetta ekki alveg furðulegt?"

Læknirinn leit hálfönugur á hjúkkuna og sagði:

"Kók. Kallarðu það morgunmat?"Ekki hlæja

Maður kom til læknis og var hinn vandræðalegasti. "Ég er með vandamál og ef þú ætlar að hjálpa mér verður þú að lofa mér því að hlæja ekki að mér."

"Að sjálfsögðu mun ég ekki hlæja að þér. Ég hef verið læknir í meira en aldarfjórðung og hef aldrei hlegið að sjúklingi. Þú getur treyst mér fullkomlega."

"Allt í lagi," sagði maðurinn og tók að leysa niður um sig buxurnar. Þá kom í ljós minnsta tippi sem læknirinn hafði nokkru sinni séð. Læknirinn fann hvernig hann missti tökin á alvörunni, skellti upp úr og hló síðan hömlulaust í nokkrar mínútur. Loks linnti hlátrasköllunum og læknirinn sagði afsakandi: "Ég biðst innilega forláts á hegðun minni og ég get ekki með nokkru móti skýrt hvað kom yfir mig. Ég lofa því að þetta mun ekki gerast aftur. Og hvert er svo vandamálið?" spurði læknirinn.

"Tippið er bólgið."Úr hverju dó'ann?

Guðbrandur læknir var að taka sjúkrasögu hjá gamalli konu. "Úr hverju dó faðir þinn sálugi?" spurði læknirinn.

"Æ, ég man það ekki. Það getur ekki hafa verið neitt alvarlegt."Eftir aðgerð

Áslákur skurðlæknir var að skoða sjúkling sem hann hafði skorið upp vegna kviðslits þremur dögum áður. Læknirinn spurði sjúklinginn hvað hann hefði verið mikið á fótum eftir aðgerðina.

"Á fótum? Mig hefur verkjað svo rosalega í nárann þar sem þú skarst mig að ég hef verið rúmfastur síðan og varla komist á klósett. Ef þú bara vissir hvernig mér líður," sagði sjúklingurinn.

"Ég veit allt um það," sagði Áslákur, "því ég fór í alveg samskonar aðgerð í síðasta mánuði og var kominn aftur í vinnu tveimur dögum seinna."

"Jæja, er það svo? Ætli þú hafir ekki verið eitthvað heppnari með skurðlækni en ég?" sagði sjúklingurinn og gerði sig líklegan til að kveðja.Skorin hvar?

Eldri kona var flutt á slysadeildina í Fossvogi eftir að hafa lærbrotnað. Ljóst var að konan þurfti að fara í aðgerð og deildarlæknirinn gaf sig því á tal við þá gömlu. "Hefur þú einhvern tíma verið skorin upp?" spurði læknirinn ungi. "Já," sagði konan. "Hvers vegna varstu skorin upp?"

"Æ, ég er ekki viss," sagði konan, "það er svo fjarska langt síðan."

Læknirinn sá ör hægra megin á kviði konunnar. Hann benti á örið og spurði: "Varstu skorin hérna?" "Nei, ég var skorin norður á Akureyri."

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica