Umræða fréttir

30 læknar útskrifaðir frá Háskóla Íslands

Það er fastur liður á hverju ári að fundarsalur LÍ fyllist af verðandi læknum. Þetta gerðist 20. júní síðastliðinn þegar 30 nýir læknar undirrituðu læknaeiðinn í bókina góðu sem geymir nöfn allra íslenskra lækna sem útskrifast hafa frá árinu 1932. Daginn eftir fengu þeir skírteini upp á það að hafa lokið almennu læknisprófi.

Við þessa árlegu athöfn bauð Læknafélag Íslands nýútskrifaða lækna velkomna í stéttina og hlýddu þeir á ávörp Sigurbjörns Sveinssonar formanns LÍ, Reynis Tómasar Geirssonar deildarforseta læknadeildar Háskóla Íslands, Elínborgar Bárðardóttur úr stjórn LR og Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Eins og við á við þetta tækifæri miðluðu hinir reyndari læknar þeim óreyndu úr viskubrunni sínum og brýndu fyrir þeim að vera trú köllun sinni og hafa það ætíð hugfast að sjúklingurinn er sá sem allt snýst um. "Glatið ekki forvitninni og hæfileikanum til að dást að hlutum," var boðskapur formannsins til nýju læknanna og hann bætti því við að þau ættu að reyna fremur að vera menn en læknar.

Þótt fyrir því séu engin vísindaleg rök mætti ætla að hæfileikar til að læra læknisfræði gangi í erfðir. Sú sem bestum árangri náði á lokaprófum og telst því vera dúx í árganginum 2003 heitir Eygló Ósk Þórðardóttir. Hún er dóttir Þórðar Óskarssonar yfirlæknis á Landspítalanum. Fyrir góðan námsárangur hlaut hún í verðlaun ICD-10 sjúkdómaflokkunina sem þýðandinn, Örn Bjarnason læknir, afhenti henni.

Ekki luku allir þeir sem hófu nám í þessum árgangi læknisprófi og í hófinu var Ástu Bragadóttur sem hlaut einkunnina 10 í skriflegri læknisfræði afhentur þríkross til minningar um Sigríði Reynisdóttur sem lést snemma árs 2002. Hefur árgangurinn stofnað sjóð til minningar um Sigríði og hefur hann þann tilgang að styðja læknanema til að stunda nám og rannsóknir erlendis.

Að loknum ávörpum og verðlaunaafhendingum gerðu gestir sér að góðu veitingar sem Læknafélagið bauð upp á. -ÞHÚtskriftarhópurinn

Eftirtaldir luku embættispróf í læknisfræði 21. júní 2003:

Arnar Þór Rafnsson

Ása Eiríksdóttir

Ásta Bragadóttir

Ásta Eir Eymundsdóttir

Benedikt Kristjánsson

Birgir Már Guðbrandsson

Bjarni Þór Eyvindsson

Eygló Ósk Þórðardóttir

Gísli Engilbert Haraldsson

Hafsteinn Ingi Pétursson

Hannes Jón Lárusson

Haukur Björnsson

Helga Elídóttir

Helga Eyjólfsdóttir

Hjalti Guðmundsson

Hulda Birna Eiríksdóttir

Ingunn Jónsdóttir

Jóhanna Guðrún Pálmadóttir

Júlíus Ingólfur Schopka

Kristbjörg Sveinsdóttir

Kristinn Örn Sverrisson

Páll Sigurgeir Jónasson

Páll Svavar Pálsson

Rúnar Guðmundur Stefánsson

Signý Vala Sveinsdóttir

Snorri Freyr Donaldsson

Stefán Haraldsson

Theódór Skúli Sigurðsson

Valtýr Stefánsson Thors

Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica