Umræða fréttir

Læknablaðið sækir fram á netinu

Nú er rétt ár frá því Læknablaðið leysti landfestar og fór að reyna fyrir sér á netinu jafnhliða prentútgáfunni. Einsog að var stefnt eru öll tölublöð árganganna 2000, 2001 og 2002 komin á sinn stað þar sem og Fylgirit þessara árganga. Því miður eru fyrri árgangar blaðsins ekki tiltækir á rafrænan hátt. Öflug leitarvél er á vefnum og svarar á augabragði þegar leitað er eftir einstökum efnisorðum eða höfundum.

Það tekur allajafna skemmri tíma að leggja efni blaðsins út á netið en að renna því í gegnum prentvélarnar og því er netútgáfan yfirleitt klár 2-3 dögum fyrr á netinu en áskrifendur fá blaðið inn um póstlúguna.

Eðli netmiðla er slíkt að ýmsum mælitækjum má bregða upp til að leggja kvarða á miðilinn. Meginniðurstaðan er sú að oftast er komið inn á vefinn frá Íslandi, flestir af neti Landspítalans, og heldur meira er um heimsóknir á virkum degi í fyrri hluta mánaðar. Mest er skoðað af nýjasta efni vefsins, hvort heldur er Fylgirit eða hefðbundið tölublað. Meginumferðarþunginn er á vinnutíma; milli níu og fimm, en heimsóknir eru þó drjúgar á kvöldin.



Heimsóknir á vef blaðsins



2002


Maí 333

Júní 291

Júlí 426

Ágúst 488

September 673

Október 767

Nóvember 954

Desember 847



2003

Janúar 2069

Febrúar 1715

Mars 1755

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica