Umræða fréttir

Læknar í tímabundin störf í Noregi og Svíþjóð

Mikil eftirspurn er nú sem áður eftir íslenskum læknum til starfa hjá sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum í Noregi og Svíþjóð. Um er að ræða stöður hvort sem er til langframa eða tímabundið, þó að lágmarki fjórar vikur í senn. Í boði eru afar góð kjör og áhugavert starfsumhverfi. Sérstök áhersla er lögð á ráðningar sérfræðimenntaðra lækna, en mikill skortur er til dæmis á geðlæknum og röntgenlæknum.

Einnig er skortur á hjúkrunarfræðingum og sérfræðingum af heilbrigðissviði fyrir stórt sjúkrahús sem staðsett er í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Viðkomandi munu fá starfsleyfi/græna kortið með aðstoð vinnuveitenda. Laun og hlunnindi eru mjög góð. Stjórn sjúkrahússins leggur áherslu á fagmennsku, metnað til árangurs, hópvinnu og fjölskylduvæna starfsmannastefnu.

Leiðandi lyfjaverslunarkeðja í Noregi óskar eftir að ráða íslenska lyfjafræðinga til starfa sem fyrst. Í boði eru áhugaverð störf hjá traustu og öflugu fyrirtæki sem leggur áherslu á starfsmetnað, símenntun og góð laun fyrir verðugt framtak starfsmanna. Um er að ræða störf í Bergen, Stavanger og víðar í Noregi. Fyrirtækið mun greiða ferðakostnað vegna viðtala og aðstoða við að útvega húsnæði.

STRÁ MRI ehf. í samstarfi við MRI SCANDINAVIA annast milligöngu með þessar ráðningar.

MRI WORLDWIDE, sem er stærsta ráðningastofa heims, varð til í apríl 1999 við sameiningu MRI (Management Recruiters International) og bresku ráðningastofunnar Humania International. MRI var stofnað í Ohio í Bandaríkjunum árið 1957 og er því jafnframt elsta ráðningarþjónusta í heimi.

MRI WORLDWIDE sinnir einkum ráðningum stjórnenda og sérhæfðs starfsfólks með áherslu á að leita uppi rétta starfsmanninn hvar sem er í heiminum, án tillits til landamæra.

MRI SCANDINVAIA, ,,Norræna netið" var stofnað í maí 1999. Það hefur þegar náð umtalsverðum árangri við að útvega norrænum sjúkrahúsum lykilstarfsmenn frá Bandaríkjunum og Evrópu og bandarískum sjúkrahúsum lykilstarfsmenn frá Norðurlöndunum.

Sigurður Örn Hallgrímsson ráðgjafi gefur nánari upplýsingar, sími 588 3031, sigurdur@stra.is

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica