Umræða fréttir
Frá skrifstofu Læknafélags Íslands. Hver er hver og hver er hvar?
Læknafélagi Íslands hefur borist bréf frá framkvæmdastjóra samninganefndar HTR þar sem fram kemur að nefndinni berist ýmis erindi frá læknum varðandi samningamál. Oft og tíðum sé aðeins nafn viðkomandi læknis ritað undir erindið og þess ekki getið hvar eða hvernig hægt sé að ná í viðkomandi lækni til baka.
Er þess óskað við Læknafélag Íslands að það komi því á framfæri við lækna að þeir gefi upp póstfang, símanúmer og helst netfang þegar þeir senda erindi til nefndarinnar til að tryggja skilvirka afgreiðslu mála.
Hér með er ósk samninganefndar HTR komið á framfæri.
Þá er rétt að geta þess að ítrekað berast skrifstofunni fyrirspurnir vegna undirskrifta á læknabréf og rannsóknarbeiðnir þar sem eingöngu er að finna nafn viðkomandi en engar frekari upplýsingar, svo sem um vinnustað og fleira.
Gunnar Ármannsson hdl.
framkvæmdastjóri LÍ
Er þess óskað við Læknafélag Íslands að það komi því á framfæri við lækna að þeir gefi upp póstfang, símanúmer og helst netfang þegar þeir senda erindi til nefndarinnar til að tryggja skilvirka afgreiðslu mála.
Hér með er ósk samninganefndar HTR komið á framfæri.
Þá er rétt að geta þess að ítrekað berast skrifstofunni fyrirspurnir vegna undirskrifta á læknabréf og rannsóknarbeiðnir þar sem eingöngu er að finna nafn viðkomandi en engar frekari upplýsingar, svo sem um vinnustað og fleira.
Gunnar Ármannsson hdl.
framkvæmdastjóri LÍ