Umræða fréttir

Frá skrifstofu Læknafélags Íslands. Umsagnir LÍ um tímabundin atvinnuleyfi útlendinga

Til skrifstofu LÍ berast reglulega erindi þar sem óskað er eftir umsögnum félagsins sem stéttarfélags um tímabundin atvinnuleyfi erlendra lækna, samanber b) lið 1. mgr. 7. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002.

Ástæða þess að bundið er í lög að stéttarfélag veiti umsögn sína er sú að það er talin forsenda þess að atvinnuleyfi sé veitt að sérstakar ástæður mæli með leyfisveitingunni, til dæmis að um sé að ræða skort á vinnuafli eða að starfsmaður með sambærilega sérþekkingu eða kunnáttu fáist ekki innanlands eða innan evrópska efnahagssvæðisins.

Ekki er skilyrði veitingar atvinnuleyfis að umsögn stéttarfélags sé jákvæð en yfirleitt hefur verið farið að vilja stéttarfélaga um veitingu leyfa. Sé umsögn stéttarfélags neikvæð hefur verið talið eðlilegt að gera þá kröfu að stéttarfélagið útvegi tafarlaust hæfa félagsbundna starfsmenn til starfa fyrir vinnuveitanda á þeim ráðningarkjörum sem almennir kjarasamningar kveða á um.

Með vísan til ofangreinds mun LÍ að jafnaði ekki gefa umsögn um tímabundin atvinnuleyfi erlendra lækna nema fyrir liggi umsögn viðkomandi sérgreinafélags eða að umrædd staða hafi verið auglýst laus til umsóknar og enginn hæfur íslenskur læknir eða læknir innan evrópska efnahagssvæðisins hafi sótt um stöðuna.Gunnar Ármannsson hdl.

framkvæmdastjóri LÍ

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica