Umræða fréttir

Leiðbeiningar um lungnateppu

Efnt hefur verið til átaks til að vekja athygli ráðamanna, heilbrigðisstarfsmanna og almennings um allan heim á langvinnri lungnateppu sem vaxandi heilbrigðisvandamáli. Átakið nefnist "Global initiative for chronic Obstructive Lung Disease", skammstafað GOLD. Til þess að bæta greiningu og meðferð sjúkdómsins hafa verið teknar saman alþjóðlegar leiðbeiningar sem voru gefnar út 4. apríl 2001. Að leiðbeiningunum standa meðal annars WHO og NHLBI (National Heart Lung and Blood Institute í Bandaríkjunum). Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar hefur ákveðið að kynna þær og vísa til þeirra á vef Landlæknisembættisins. Af þessu tilefni hefur sérstakur vinnuhópur verið stofnaður og í honum eru Gunnar Guðmundsson lungnalæknir, Halldór Jónsson heimilislæknir, Jón Bjarnarson heimilislæknir og Þórarinn Gíslason lungnalæknir. Leiðbeiningarnar hafa verið sendar hópi lækna til umfjöllunar. Þær hafa þegar verið samþykktar af Félagi íslenskra heimilislækna.

Æskilegt er að leiðbeiningar þessar verði teknar til faglegrar umfjöllunar af sem flestum einstaklingum og sérgreinafélögum. Ábendingum um breytingar studdum heimildum má koma til formanns vinnuhópsins, Þórarins Gíslasonar, thorarig@ landspitali.is

Leiðbeiningarnar má einnig nálgast á heimasíðu GOLD www. goldcopd.com



Workshop Report eru lengstar og ítarlegastar.

Excutive Summary er nokkuð styttri og þar er hægt er skoða öll atriði leiðbeininganna í einu pdf-skjali.

Pocket Guide er stuttur útdráttur úr aðalatriðunum. Ætlunin er að birta hann á íslensku síðar.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica