Umræða fréttir

Endurmenntunarstofnun HÍ. Þrjú námskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn

Upplýsingatækni - gagnaleit

Að nota netið í þágu sjúklinga

Einkum ætlað fagfólki og stjórnendum í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Fjallað er um hvernig afla megi hagnýtra og traustra upplýsinga sem gagnast geta sjúklingum og hægt er að vísa þeim á til að þeir drukkni ekki í gögnum um aragrúa grunnrannsókna. Hvernig á að lifa af í því upplýsingaflóði sem á okkur skellur daglega og hvar eru haldbestu og öruggustu heimildirnar? Kynning á bestu læknisfræðilegu vefsvæðunum með áherslu á "evidence based" vefsíður hjá stofnunum sem gagnrýna og meta upplýsingar og setja síðan niðurstöður í samhengi við aðrar rannsóknir um sama efni.

Kennari: Sigurður Helgason sérfræðingur í heimilislækningum og ritstjóri klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu.

Tími: Mán. 3., mið. 5. og mán. 10. mars 2003 kl. 17:00-19:00.

Verð: 15.800 kr.



Fyrirlestrar með PowerPoint - grunnnámskeið

Einkum ætlað fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, en er öllum opið.

Forritið PowerPoint býr yfir öflugum möguleikum í gerð glæra og kynningarefnis. Kennd eru grunnatriði í uppsetningu á fyrirlestrum með PowerPoint-forritinu.

Kennari: Þórunn Óskarsdóttir verkefnisstjóri og kennsluráðgjafi hjá kennslusviði HÍ.

Tími: Þri. 11. og fim. 13. mars 2003 kl. 17:00-19:00.

Verð: 13.800 kr.



Fyrirlestrar með PowerPoint - framhaldsnámskeið

Einkum ætlað fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, en er öllum opið.

Kennt er hvernig nota má möguleika PowerPoint við gerð glærukynninga, þar sem möguleikar forritsins eru nýttir til hins ýtrasta og leiðir til að nálgast og taka inn í erindi efni af Netinu.

Kennari: Þórunn Óskarsdóttir verkefnisstjóri og kennsluráðgjafi hjá kennslusviði HÍ.

Tími: Þri. 18. og fim. 20. mars 2003 kl. 17:00-19:00.

Verð: 13.800 kr.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica