Umræða fréttir

Til allra lækna á Landspítala. Viðhorfskönnun

Að frumkvæði stjórnar læknaráðs Landspítala (LSH) verður gerð viðamikil viðhorfskönnun meðal lækna á LSH. Könnunin tekur til starfsumhverfis, starfs, stjórnunar, kennslu, rannsókna og fleira.

Öllum læknum verður sendur spurningalisti og þess eindregið vænst að þeir sjái sér fært að taka þátt í þessari könnun og svari spurningum þeim sem listinn hefur að geyma. Þótt spurningarnar séu margar eru þær auðskiljanlegar og tekur ekki langan tíma að svara þeim öllum.

Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins ásamt með starfs- og gæðanefnd læknaráðs LSH undir forystu Hauks Hjaltasonar læknis hafa útbúið spurningalistann. Starfsfólk Vinnueftirlitsins mun vinna úr gögnum og greina niðurstöður könnunarinnar. Þær verða sendar stjórn læknaráðs sem mun birta öllum læknum niðurstöðurnar sem og öðrum þeim sem ástæða þykir til.

Rannsókn þessi nýtur fjárhagslegs stuðnings Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur.

Því einu er við þetta að bæta að mikil þátttaka er áríðandi og niðurstöðurnar gætu orðið þýðingarmiklar fyrir lækna og gagnlegar stöðu þeirra og starfi og þar með starfsemi og stjórnun LSH. Starfsemi sjúkrahússins byggist á hinni læknisfræðilegu þekkingu og stjórnun þess ætti því og skyldi umfram annað taka mið af þeirri staðreynd með tilliti til starfsþáttanna: þjónustu, kennslu, þjálfunar, rannsókna og grunnvísinda.

Sverrir Bergmann

Formaður læknaráðs Landspítalans

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica