Umræða fréttir
Hvað telst "óbærileg" töf vera löng?
Árið 1998 felldi Evrópudómstóllinn fyrsta úrskurðinn af mörgum sem heimila fólki að leita læknisþjónustu í öðrum löndum ef bið eftir henni í heimalandinu verður "óbærilega" löng ("undue delay" á ensku). Heilbrigðisþjónusta er hins vegar undanþegin regluverki Evrópusambandsins og á ábyrgð hverrar ríkisstjórnar. Forysta ESB og ríkisstjórnir aðildarlandanna hafa því staðið í ströngu við að koma einhverju skipulagi á það hvernig fólk getur sótt þennan lögvarða rétt sinn.
Eftir að fyrstu dómarnir féllu hefur Evrópudómstóllinn fellt fleiri úrskurði þar sem réttur almennings er skilgreindur nánar. Því hefur verið slegið föstu að aðildarlöndin (þar með talið Ísland vegna EES-aðildarinnar) geti krafist þess að sjúklingar leiti fyrst eftir heimild til þess að leita þjónustu í öðru landi. Hins vegar er stjórnvöldum ekki stætt á að hafna slíkri beiðni nema þjónustan sé fyrir hendi í heimalandinu án "óbærilegrar" tafar. Það sem hefur vafist fyrir stjórnvöldum og embættismönnum ESB er að skilgreina hvað teljist vera "óbærilegt" í þessu samhengi.
Nú hefur verið skipaður starfshópur á vegum framkvæmdastjórnar ESB sem í eiga sæti nokkrir heilbrigðisráðherrar í álfunni. Hópurinn á að ræða ýmsar hliðar þessa máls, svo sem samstarf Evrópuríkja þvert á landamæri, upplýsingagjöf til sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og forystumanna í heilbrigðismálum, aðgang að þjónustu og gæði hennar og loks samræmingu á skuldbindingum Evrópuríkja. Reyndar bættu nefndarmenn sjálfir við tveimur umræðuefnum: hreyfanleika heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga og áhrifum stækkunar ESB til austurs.
Hópurinn á að skila áliti 8. desember og er búist við tillögum í allt að 20 liðum. Skýrslan verður rædd í framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum fram á vor og hún verður áreiðanlega ofarlega á baugi fundar heilbrigðisráðherra ESB sem haldinn verður í maí.
Meðan skriffinnarnir athuga sinn gang er hins vegar margt að gerast og sjúklingar leita í vaxandi mæli út fyrir landamæri eftir heilbrigðisþjónustu. Þetta á ekki hvað síst við um lönd sem deila landamærum á meginlendi álfunnar, lönd eins og Frakkland, Þýskaland, Belgía og Holland en á Norðurlöndum hafa sjúkrahús brugðist við með því að sérhæfa sig á tilteknum sviðum í því skyni að geta náð til sín sjúklingum utan upptökusvæðis síns. Með því móti geta þau fjölgað aðgerðum og réttlætt fjárfestingar í dýrum og sérhæfðum tækjabúnaði.
Þá hafa bresk heilbrigðisyfirvöld gert samning við belgísk stjórnvöld um að þau síðarnefndu taki sjúklinga til meðferðar gegn gjaldi sem tekur mið af aðstæðum í Belgíu. Mörg önnur ríki íhuga nú að gera slíka samninga.
(Byggt á frétt úr the Parliament magazine, 17. nóvember 2003)
Eftir að fyrstu dómarnir féllu hefur Evrópudómstóllinn fellt fleiri úrskurði þar sem réttur almennings er skilgreindur nánar. Því hefur verið slegið föstu að aðildarlöndin (þar með talið Ísland vegna EES-aðildarinnar) geti krafist þess að sjúklingar leiti fyrst eftir heimild til þess að leita þjónustu í öðru landi. Hins vegar er stjórnvöldum ekki stætt á að hafna slíkri beiðni nema þjónustan sé fyrir hendi í heimalandinu án "óbærilegrar" tafar. Það sem hefur vafist fyrir stjórnvöldum og embættismönnum ESB er að skilgreina hvað teljist vera "óbærilegt" í þessu samhengi.
Nú hefur verið skipaður starfshópur á vegum framkvæmdastjórnar ESB sem í eiga sæti nokkrir heilbrigðisráðherrar í álfunni. Hópurinn á að ræða ýmsar hliðar þessa máls, svo sem samstarf Evrópuríkja þvert á landamæri, upplýsingagjöf til sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og forystumanna í heilbrigðismálum, aðgang að þjónustu og gæði hennar og loks samræmingu á skuldbindingum Evrópuríkja. Reyndar bættu nefndarmenn sjálfir við tveimur umræðuefnum: hreyfanleika heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga og áhrifum stækkunar ESB til austurs.
Hópurinn á að skila áliti 8. desember og er búist við tillögum í allt að 20 liðum. Skýrslan verður rædd í framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum fram á vor og hún verður áreiðanlega ofarlega á baugi fundar heilbrigðisráðherra ESB sem haldinn verður í maí.
Meðan skriffinnarnir athuga sinn gang er hins vegar margt að gerast og sjúklingar leita í vaxandi mæli út fyrir landamæri eftir heilbrigðisþjónustu. Þetta á ekki hvað síst við um lönd sem deila landamærum á meginlendi álfunnar, lönd eins og Frakkland, Þýskaland, Belgía og Holland en á Norðurlöndum hafa sjúkrahús brugðist við með því að sérhæfa sig á tilteknum sviðum í því skyni að geta náð til sín sjúklingum utan upptökusvæðis síns. Með því móti geta þau fjölgað aðgerðum og réttlætt fjárfestingar í dýrum og sérhæfðum tækjabúnaði.
Þá hafa bresk heilbrigðisyfirvöld gert samning við belgísk stjórnvöld um að þau síðarnefndu taki sjúklinga til meðferðar gegn gjaldi sem tekur mið af aðstæðum í Belgíu. Mörg önnur ríki íhuga nú að gera slíka samninga.
(Byggt á frétt úr the Parliament magazine, 17. nóvember 2003)