Umræða fréttir

Stjórn LÍ ályktar um stöðu barna- og unglingageðlækninga

Á stjórnarfundi LÍ þann 11. nóvember urðu nokkrar umræður um stöðu barna- og unglingageðlækninga eftir að stjórnarmenn höfðu hlýtt á frásögn Helgu Hannesdóttur af fundi Evrópusamtaka í barna- og unglingageðlækningum sem haldinn var í París í lok september. Að umræðum loknum ályktaði stjórnin um stöðu sérgreinarinnar og sendi Félagi íslenskra barna- og unglingageðlækna bréf þar sem segir:

Stjórn LÍ sýnist

- að efla þurfi sjálfstæði barna- og unglingageðlækninga innan Landspítala,

- að sérgrein þessa þurfi að efla innan læknadeildar HÍ með sérstökum kennarastóli í faginu,

- að brýn þörf sé fyrir fleiri sérfræðinga í þessari grein hér á landi.

Stjórn LÍ vill taka það fram að hún er tilbúin að veita Félagi íslenskra barna- og unglingageðlækna þann stuðning sem henni er fært, ef eftir verður óskað.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica