Umræða fréttir
Var Grettir ofvirkur með athyglisbrest?
Á vefsvæði einu þar sem hagyrðingar landsins skemmta sér við að kveðast á birtist ekki alls fyrir löngu athyglisverð kenning um ástæðuna fyrir ógæfu Grettis Ásmundssonar. Höfundur limrunnar er góðkunnur hagyrðingur úr læknastétt, Hjálmar Freysteinsson heilsugæslulæknir á Akureyri.
Limran er svohljóðandi:
Ungur var Grettir með gort
við glímur og hverskonar sport.
Hann var ólmhuga og ör,
hann var útlægur gjör.
Það var allt fyrir rítalínskort.
Limran er svohljóðandi:
Ungur var Grettir með gort
við glímur og hverskonar sport.
Hann var ólmhuga og ör,
hann var útlægur gjör.
Það var allt fyrir rítalínskort.