Umræða fréttir

Broshorn 41. Af prjónum og pillum

Grænar, bláar og rauðar

Sjúklingurinn sagði lækninum að honum liði ekki vel. Læknirinn hlustaði hann gaumgæfilega, skoðaði sjúklinginn í þaula og skrifaði síðan upp á þrjár tegundir af töflum.

"Eitt af þessum lyfjum eru grænar töflur og þú átt að taka eina slíka með stóru glasi af vatni strax og þú vaknar á morgnana," sagði læknirinn.

"Önnur tegundin eru bláar töflur og þú átt að taka eina með stóru vatnsglasi eftir hádegismatinn. Loks eru rauðar töflur og af þeim tekur þú eina með stóru glasi af vatni áður en þú gengur til náða."

"Þetta er ekkert smá prógramm," sagði sjúklingurinn. "Hvað er eiginlega að mér?"

"Þú drekkur ekki nóg af vatni," svaraði læknirinn.



Misskilningur

"Og það mikilvægasta af öllu," sagði læknirinn, "er að þú drekkir nóg af vökva."

"Einmitt það," sagði sjúklingurinn sem lá í hálfgerðu móki með háan hita. "Það var eins gott að þú sagðir að ég ætti að drekka vökva því ég hef verið að rembast við að drekka fasta fæðu."



Borðbænin

Göngudeildarmóttakan hafði verið óvenju strembin fyrir hádegi; fimmtán sjúklingar með flókin vandamál og talsvert af óvæntum símhringingum. Bjólfur læknir var svo sannarlega feginn hádegishlénu, enda orðinn svangur og pirraður. Hann settist niður í matsalnum, lokaði augunum, bar hendur að höfði sér og hugsaði: "Ég öskra ef ég fæ sjúkling á móttökuna eftir hádegi án þess að hann eigi bókaðan tíma." Þegar hann opnaði augun sá hann eldri mann nálgast. "Nú get ég verið alveg rólegur og þarf engu að kvíða konu minnar vegna þótt hún hafi þurft að leggjast fárveik inn á spítalann í morgun," sagði gamli maðurinn. "Hér ætti henni að vera alveg óhætt úr því læknarnir fara með bænir sínar áður en þeir borða."



Slæmar niðurstöður

Læknirinn fékk niðurstöður úr rannsókninni inn á borð til sín og hringdi í sjúklinginn.

"Þetta lítur ekki nógu vel út með þig," sagði læknirinn. "Það besta sem þú getur gert er að hætta að drekka áfengi, hætta að sukka í mat og hætta nætursvalli um helgar."

"Hvað er það næst besta?" spurði sjúklingurinn.



Þrjúhundruð pillur

"Ég skrifa upp á lyf sem á að megra þig," sagði læknirinn, "en til að það virki verður þú að fylgja leiðbeiningum mínum í smáatriðum."

"Að sjálfsögðu geri ég það," sagði sjúklingurinn.

"Á hverjum morgni átt þú að hella öllum pillunum á gólfið og tína þær svo upp, eina í einu."



Prjónn í barminum

Maður nokkur kom í heimsókn til vinar síns sem lá á spítala. Hann tók eftir því að hjúkkurnar voru með prjón í barminum og hausinn á prjóninum var eins og epli í laginu. "Hvað táknar þessi prjónn?" spurði maðurinn eina af hjúkkunum. "O, ekki neitt sérstakt. Við notum prjóninn aðallega til að halda læknunum frá okkur."



Stutt

Sjúklingurinn: "Ég held að ég sé hálsbrotinn."

Læknirinn: "Hafðu engar áhyggjur. Svona nú, upp með hökuna."



og laggott

Þegar læknirinn segir "hmmmmmmmmmmmmmm" hefur hann ekki minnstu hugmynd um það hvað hann á að gera. Hann er að reyna að vera gáfulegur og vinna tíma í þeirri von að hjúkkan komi inn og bjargi honum.



Dama með kviðverki

Ung kona kom á bráðamóttöku með svæsna verki í kviðnum. Deildarlæknirinn á skurðdeildinni spurði hana meðal annars hvort hún stundaði kynlíf. "Nei," sagði konan. Rannsóknir leiddu engu að síður í ljós að konan var ófrísk. Læknirinn spurði hana þá hvers vegna hún neitaði að hafa stundað kynlíf. "Ég ligg bara kyrr," svaraði konan. Læknirinn spurði hana því næst hvort hún vissi hver faðirinn væri.

"Nei, hver er það?" spurði konan undrandi.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica