Umræða fréttir

Broshornið 33. Rauðhært barn og von á öðru

Rauðhærða barnið

Hjón af japönsku bergi brotin eignuðust dóttur með rautt hár. Manninum var sérstaklega brugðið við fæðinguna og bað um að fá að hitta fæðingarlækninn. "Ég veit varla hvaðan á mig stendur veðrið og ég er í miklu uppnámi. Konan mín var að eignast dóttur sem er rauðhærð. Það getur ekki verið að ég sé pabbinn."

"Hvaða vitleysa," sagði læknirinn. "Þú og konan þín eruð bæði með svart hár, en einhvern tímann á árum áður hefur einhver forfaðir ykkar blandað rauðu hári við fjölskyldugenin."

"Heyrðu nú læknir, þú verður að tala í alvöru. Þú veist að báðar ættir okkur eru austurlenskar út í gegn eins langt aftur í tímann og hægt er að rekja."

"Nú já," sagði læknirinn. "Leyfðu mér þá að spyrja hversu oft hafið þið hjónin samfarir?"

"Ég hef unnið geysilega mikið undanfarið ár. Ætli ég hafi ekki sofið hjá konunni minni svona einu sinni til tvisvar í mánuði."

"Sko, þarna hefur þú svarið," sagði læknirinn. "Þetta er ryð, minn kæri, þetta er bara ryð."Engar lappir

Maður kom til geðlæknis. "Ég er í vandræðum. Í hvert skipti sem ég ætla að fara að sofa finnst mér einhver vera undir rúminu mínu. Þegar ég skríð svo undir rúmið finnst mér einhver liggja ofan á því. Læknir, þú verður að hjálpa mér."

"Það ætti að vera hægt að hjálpa þér en til þess þarftu að koma til mín á stofuna þrisvar í viku næstu tvö árin." "Og hvað tekurðu fyrir það?" "Þrjúþúsund krónur fyrir viðtalið," sagði læknirinn. "Það er hellings peningur," sagði maðurinn. "Það er best að ég hugsi málið og láti þig svo vita."

Sex mánuðum seinna hittust geðlæknirinn og maðurinn á götu. "Af hverju komstu ekki aftur til mín?" spurði læknirinn. "Blessaður vertu, mér fannst þú alltof dýr. Svo sagði frændi minn mér að saga lappirnar undan rúminu, sem ég og gerði og nú sofna ég án vandkvæða og sef eins og engill."Umbun

"Læknir, ég fæ seint fullþakkað þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Hvernig get ég endurgoldið þér?"

"Í peningum."Sukk

"Er það satt að þú reykir átta til tíu vindla á dag?"

"Já, það er satt."

"Er það satt að þú drekkir fimm viskísjússa á dag?"

"Já, það er satt."

"Er það satt að þú sért umvafinn ungu, íturvöxnu kvenfólki eins og í gamla daga?"

"Já, það er satt."

"Hvað segir læknirinn þinn við þessu?"

"Læknirinn minn náði ekki að lifa jafnlengi og ég."Fyrsta barn

Læknir á vakt á fæðingardeildinni var að ræða við unga, verðandi móður, sem komin var til að fæða. "Er þetta fyrsta barnið þitt?" spurði læknirinn.

"Já," svaraði konan af mikilli stillingu.

"Finnur þú fyrir samdrætti eða þrýstingi?"

"Nei."

"Finnur þú fyrir einhverjum óþægindum?"

"Nei."

Læknirinn varð mjög undrandi. "Þú verður að fyrirgefa þótt ég spyrji, en hvers vegna komstu til okkar á fæðingardeildina í dag?"

"Nú, það er í dag sem ég á von á mér."Í góðu formi

"Þú ert alveg ótrúlega vel á þig kominn," sagði læknirinn við eldri herra sem kominn var í árlegt eftirlit. "Hvað ertu nú aftur gamall, Jón minn?"

"Ég er sjötíuog átta ára," svaraði Jón.

"Hvernig ferðu að því að halda þér svona vel? Þú lítur út eins og sextugur."

"Þegar við hjónin giftum okkur fyrir fimmtíu og tveimur árum gerðum við samkomulag um að í hvert skipti sem okkur yrði sundurorða þá færi konan inn í eldhús til að ná sér niður og ég færi út úr húsi þangað til hún jafnaði sig."

"Það er gaman að heyra hvernig þig hafið leyst málin, en hvernig skýrir það þessa góðu heilsu þína?"

"Ég hef varið mestum hluta ævi minnar í útivist."

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica