Umræða fréttir

Útgáfa Sérlyfjaskrár

Sérlyfjaskrá hefur verið gefin út einu sinni á ári og útgáfan miðuð við 1. apríl undanfarin ár. Vegna seinkunar á útgáfu Sérlyfjaskrár í ár hefur Lyfjastofnun sent eftirfarandi upplýsingar til þeirra sem málið varðar.Hjá Lyfjastofnun stendur yfir endurskoðun á allri textavinnslu, útgáfu Sérlyfjaskrár og heimasíðu. Stefnt er að því að birta samantekt á eiginleikum lyfs (SPC/Summary of Product Characteristics) á heimasíðu Lyfjastofnunar.

SPC mun koma í stað sérlyfjaskrártexta nema fyrir þau sérlyf þar sem ekki er til SPC á tölvutæku formi, þar mun sérlyfjaskrártexti vera látinn standa óbreyttur.

Sérlyfjaskrá verður gefin út í bókarformi en textar verða styttir frá því sem verið hefur og verða valdir kaflar úr SPC til birtingar. Reiknað er með því að Sérlyfjaskrá komi út seinna á þessu ári.

Stefnt er að því að uppfæra heimasíðuna mánaðarlega og gefa Sérlyfjaskrá út einu sinni á ári eins og verið hefur. Með þessum breytingum er Lyfjastofnun að laga sig að breyttum áherslum í allri upplýsingagjöf..

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica