Ritstjórnargreinar
Misnotkun lækna og lyfja
Síðastliðið vor komu upp umræður um morfínmisnotkun, dauðsföll af hennar völdum, lækna sem ávísa þessum lyfjum til fíkla, lyfjafalsanir fíkla, sölu þessara lyfja á götunni, viðhaldsmeðferð ópíumfíkla og fleira sem snýr að þessum málaflokki. Mörgum þótti umræðan löngu tímabær og þörf þó svo að allir hafi ekki verið sammála. Óþarfi hafi verið að ræða þetta í fjölmiðlum og á jafn opinskáan hátt og gert var. Sumum læknum hefur ef til vill þótt vegið að heiðri stéttarinnar en langtum fleirum tel ég þó að hafi þótt þetta þörf umræða og orðið til að vekja menn til umhugsunar um allar lyfjaútskriftir.
Sjúklingahópurinn sem við á Vogi önnumst er um margt ólíkur sjúklingum annarra lækna en er þó það fjölmennur og fyrirferðarmikill innan heilbrigðiskerfisins að allir læknar verða að taka tillit til hans og hafa auk þess vakandi auga með hættum sem stafar af lyfjum sem geta valdið ávana og fíkn. Sum lyf sem gagnast sjúklingum vel í upphafi geta stundum snúist upp í andhverfu sína með því að valda umtalsverðu heilsutjóni, andlegri og félagslegri vanlíðan og fjölskylduharmleik sem endar með skipbroti einstaklingsins. Lyfin sem eiga að hjálpa skaða ekki eingöngu sjúklinginn heldur líka þá sem næst honum standa. Mikil aukning hefur orðið á útskriftum allra þessara lyfja undanfarin ár og skýrist sú aukning ekki af auknum fjölda sjúklinga heldur er verið að misnota þessi lyf í æ ríkari mæli en áður tíðkaðist, en þær upplýsingar má lesa meðal annars út úr tíðnitölum hér á Vogi undanfarin ár.
Fíkniefnasjúklingurinn sækir í vímu og það sem einkennir hann er að finni hann til vímu eru miklar líkur á stjórnleysi í neyslu hvað varðar magn, tímasetningar og gjörðir. Annað sem einkennir fíkilinn er afneitunin, hann talar sjálfan sig til og finnst allt vera undir eftirliti og í góðum málum þó hann sé í stöðugri neyslu. Hér er ábyrgð læknanna mikil, því það er ekki eins að taka lyf sem fengin eru hjá lækni og að taka þau sem maður fær á svörtum markaði. Það skiptir engu þó lyfin geti oft verið mun verri en hin svokölluðu ólöglegu eiturlyf, stundum eru ólöglegu vímuefnin einnig til sem lyf eins og amfetamín.
Óvirkur alkóhólisti sem var vanur að nota áfengi getur hæglega fallið við að taka vímuframkallandi lyf, alveg óháð því hvort það er fengið gegn lyfseðli eða ekki.
Upphaflega átti þessi grein að fjalla um misnotkun lyfja eða "læknadóp" en ég kýs að kalla hana einnig misnotkun lækna því sjúklingarnir misnota oft okkur læknana með því að spinna upp ótrúlegustu lygavefi eða hafa marga lækna í takinu, segjast taka lyfin í lækningalegum skömmtum, en raunin er oft allt önnur, ein tafla þrisvar á dag verður 30 eða 60 á dag. Fáir sem ég tala við taka eina mogadon í einu, flestir tala um að taka allt spjaldið í einu, eða 10 töflur, og það nokkrum sinnum á dag. Sjaldan eru lyfin notuð ein og sér heldur vill fíkillinn krossa þau með áfengi, kaffi eða öðrum lyfjum löglegum eða ólöglegum. Á Vog koma líka þeir sem misnota lausasölulyf eins og parkódín í óhóflegu magni, ekki er óalgengt að þessir sjúklingar séu að taka 50-80 töflur á dag og maður undrast hvernig það megi vera með allt þetta parasetamól og leiðir hugann að því hvort ekki ætti hreinlega að banna lausasölu þessara lyfja. Fíkn sjúklinga í þessi lyf er slík að þeir svífast einskis til að verða sér úti um þau. Hér eru læknar plataðir hægri vinstri og það er vafalaust alveg eðlilegt að við séum gabbaðir því við eigum að bera visst traust til sjúklingsins. Það sem þarf er virkara eftirlit með sjúklingum sem misnota lækna.
Þá fáum við stundum sögur af læknum sem selja lyfseðla, einn fjölskyldumeðlimur var sendur til læknisins til að sækja lyfseðla á hvern meðlim fjölskyldunnar og greiðir ákveðið gjald fyrir hvern seðil án þess að sjá lækninn, ég hef spurt um gjaldið og það er mun hærra en viðtal kostar. Sumir skrifa uppá örorku fyrir sína sjúklinga sem koma svo á læknamóttökuna til að sækja sér lyfseðla og skrifa undir í leiðinni fyrir komu á stofu, þeir greiða ekkert en fá lyfseðil án þess að hitta lækninn eða þá að þeir hitta hann í mýflugumynd. Þá eru sumir sem fá svo ótakmarkað af lyfjum hjá læknum sínum að þeir halda sér og öðrum uppi á dópi. Sjúklingar selja oft lyf sem þeir fá ávísað af læknum á svörtum markaði, sem dæmi má nefna að 100 töflur af 60 mg contalgyni kosta fyrir öryrkja 641 kr. úr apóteki en þeir geta selt hverja töflu á 2000 kr. stykkið eða pakkann á 200.000 kr. Þennan leik leika sumir til að fjármagna eigin neyslu ólöglegra vímuefna sem þeir fá hjá fíkniefnasölum, þannig rennur þetta fé í neðanjarðarhagkerfi fíkniefnaheimsins á Íslandi en sá heimur er skipulagðari en almennt er talið að okkar mati hjá SÁÁ. Læknar geta þannig verið að leggja vel skipulagðri glæpastarfsemi þessa lands lið með lyfjaútskriftum án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Spurningin er hvort það sé þetta sem við læknar viljum eða hvort við viljum virkara eftirlit með okkur læknum og sjúklingum okkar? Slíkt eftirlit ætti ekki að miða að því að svipta menn leyfi heldur fyrst og fremst þarf það að vera það virkt að það geti séð hverjir eru farnir að spora úr í lyfjaútskriftum sínum og koma með vingjarnlegar ábendingar til þeirra, kynna fyrir læknum þá sjúklinga sem hafa orðið uppvísir að því að misnota kerfið og til að kenna og leiðbeina læknum varðandi vímuefni og vímuefnafíkn.
Sjúklingahópurinn sem við á Vogi önnumst er um margt ólíkur sjúklingum annarra lækna en er þó það fjölmennur og fyrirferðarmikill innan heilbrigðiskerfisins að allir læknar verða að taka tillit til hans og hafa auk þess vakandi auga með hættum sem stafar af lyfjum sem geta valdið ávana og fíkn. Sum lyf sem gagnast sjúklingum vel í upphafi geta stundum snúist upp í andhverfu sína með því að valda umtalsverðu heilsutjóni, andlegri og félagslegri vanlíðan og fjölskylduharmleik sem endar með skipbroti einstaklingsins. Lyfin sem eiga að hjálpa skaða ekki eingöngu sjúklinginn heldur líka þá sem næst honum standa. Mikil aukning hefur orðið á útskriftum allra þessara lyfja undanfarin ár og skýrist sú aukning ekki af auknum fjölda sjúklinga heldur er verið að misnota þessi lyf í æ ríkari mæli en áður tíðkaðist, en þær upplýsingar má lesa meðal annars út úr tíðnitölum hér á Vogi undanfarin ár.
Fíkniefnasjúklingurinn sækir í vímu og það sem einkennir hann er að finni hann til vímu eru miklar líkur á stjórnleysi í neyslu hvað varðar magn, tímasetningar og gjörðir. Annað sem einkennir fíkilinn er afneitunin, hann talar sjálfan sig til og finnst allt vera undir eftirliti og í góðum málum þó hann sé í stöðugri neyslu. Hér er ábyrgð læknanna mikil, því það er ekki eins að taka lyf sem fengin eru hjá lækni og að taka þau sem maður fær á svörtum markaði. Það skiptir engu þó lyfin geti oft verið mun verri en hin svokölluðu ólöglegu eiturlyf, stundum eru ólöglegu vímuefnin einnig til sem lyf eins og amfetamín.
Óvirkur alkóhólisti sem var vanur að nota áfengi getur hæglega fallið við að taka vímuframkallandi lyf, alveg óháð því hvort það er fengið gegn lyfseðli eða ekki.
Upphaflega átti þessi grein að fjalla um misnotkun lyfja eða "læknadóp" en ég kýs að kalla hana einnig misnotkun lækna því sjúklingarnir misnota oft okkur læknana með því að spinna upp ótrúlegustu lygavefi eða hafa marga lækna í takinu, segjast taka lyfin í lækningalegum skömmtum, en raunin er oft allt önnur, ein tafla þrisvar á dag verður 30 eða 60 á dag. Fáir sem ég tala við taka eina mogadon í einu, flestir tala um að taka allt spjaldið í einu, eða 10 töflur, og það nokkrum sinnum á dag. Sjaldan eru lyfin notuð ein og sér heldur vill fíkillinn krossa þau með áfengi, kaffi eða öðrum lyfjum löglegum eða ólöglegum. Á Vog koma líka þeir sem misnota lausasölulyf eins og parkódín í óhóflegu magni, ekki er óalgengt að þessir sjúklingar séu að taka 50-80 töflur á dag og maður undrast hvernig það megi vera með allt þetta parasetamól og leiðir hugann að því hvort ekki ætti hreinlega að banna lausasölu þessara lyfja. Fíkn sjúklinga í þessi lyf er slík að þeir svífast einskis til að verða sér úti um þau. Hér eru læknar plataðir hægri vinstri og það er vafalaust alveg eðlilegt að við séum gabbaðir því við eigum að bera visst traust til sjúklingsins. Það sem þarf er virkara eftirlit með sjúklingum sem misnota lækna.
Þá fáum við stundum sögur af læknum sem selja lyfseðla, einn fjölskyldumeðlimur var sendur til læknisins til að sækja lyfseðla á hvern meðlim fjölskyldunnar og greiðir ákveðið gjald fyrir hvern seðil án þess að sjá lækninn, ég hef spurt um gjaldið og það er mun hærra en viðtal kostar. Sumir skrifa uppá örorku fyrir sína sjúklinga sem koma svo á læknamóttökuna til að sækja sér lyfseðla og skrifa undir í leiðinni fyrir komu á stofu, þeir greiða ekkert en fá lyfseðil án þess að hitta lækninn eða þá að þeir hitta hann í mýflugumynd. Þá eru sumir sem fá svo ótakmarkað af lyfjum hjá læknum sínum að þeir halda sér og öðrum uppi á dópi. Sjúklingar selja oft lyf sem þeir fá ávísað af læknum á svörtum markaði, sem dæmi má nefna að 100 töflur af 60 mg contalgyni kosta fyrir öryrkja 641 kr. úr apóteki en þeir geta selt hverja töflu á 2000 kr. stykkið eða pakkann á 200.000 kr. Þennan leik leika sumir til að fjármagna eigin neyslu ólöglegra vímuefna sem þeir fá hjá fíkniefnasölum, þannig rennur þetta fé í neðanjarðarhagkerfi fíkniefnaheimsins á Íslandi en sá heimur er skipulagðari en almennt er talið að okkar mati hjá SÁÁ. Læknar geta þannig verið að leggja vel skipulagðri glæpastarfsemi þessa lands lið með lyfjaútskriftum án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Spurningin er hvort það sé þetta sem við læknar viljum eða hvort við viljum virkara eftirlit með okkur læknum og sjúklingum okkar? Slíkt eftirlit ætti ekki að miða að því að svipta menn leyfi heldur fyrst og fremst þarf það að vera það virkt að það geti séð hverjir eru farnir að spora úr í lyfjaútskriftum sínum og koma með vingjarnlegar ábendingar til þeirra, kynna fyrir læknum þá sjúklinga sem hafa orðið uppvísir að því að misnota kerfið og til að kenna og leiðbeina læknum varðandi vímuefni og vímuefnafíkn.