Umræða fréttir

Lyfjamál 105: Notkun sýklalyfja (J01)

Nú liggja fyrir tölur um notkun sýklalyfja á fyrsta ársfjórðungi 2002. Af því tilefni er tilvalið að skoða samskonar eldri tölur sem eru uppfærðar samkvæmt nýjustu skilgreiningum ATC-kerfisins frá og með þriðja ársfjórðungi 1991. Greinilega má sjá árstíðasveifluna í penicillin og tetracýklínlyfjum, sem að jafnaði nær hámarki á fyrsta ársfjórðungi og lágmarki á þeim þriðja. Heildarmagn sýklalyfja mælt í skilgreindum dagskömmtum hefur farið hægt lækkandi frá 1989 til 2001 eins og meðfylgjandi tafla sýnir.

Seinna grafið sýnir verðmæti lyfjanna í þúsundum króna á hverju ári reiknað til núvirðis miðað við vísitölu neysluverðs.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica