Umræða fréttir

Lyfjamál 103: Lyfjaupplýsingar og gagnreynd læknisfræði (evidence based medicine)

Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um gagnsemi gagnreyndrar læknisfræði í klínískri vinnu. Margar góðar uppsprettur slíkra upplýsinga eru aðgengilegar en hugsanlega vannýttar. Þetta á ekki síst við þegar kemur að mati á kostum og göllum ákveðinnar lyfjameðferðar. Í vísindagreinum eru upplýsingar oftar en ekki settar fram þannig að nokkuð þarf að leika sér með tölur áður en hægt er að fá fram beina minnkun áhættu með meðferð. Það að lesa úr rannsóknarniðurstöðum er nokkuð sem allir læknar munu vonandi halda áfram að gera en á hinn bóginn virðist sá geiri vísindaupplýsinga sem tekur fyrir kerfisbundið mat á mörgum rannsóknum um ákveðið efni vera óaðgengilegri. Undirstaða vinnu af þessu tagi eru í mörgum tilvikum kerfisbundin yfirlit unnin af Cochrane samtökunum víða um heim: hiru.mc-master.ca/cochrane/default.html

Hér að neðan er bent á nokkur lyfjablöð sem öll eiga það sameiginlegt að nota gagnreynda læknisfræði í anda Cochrane samtakanna þegar hennar nýtur við og vera aðgengileg án endurgjalds á netinu (að undanskildu Prescrire International).



Lyfjablöð

Frá Bretlandi

o MeReC bulletins og MeReC extra geyma vandaðar upplýsingar um ákveðna sjúkdóma eða lyfjaflokka. Bæði þessi hefti má nálgast í gegnum heimasíðu MeReC: www.npc.co.uk/merec.htm

o Aðrar útgáfur frá "National Prescribing Centre" má finna á: www.npc.co.uk/npc_pubs.htm

o British National Formulary: bnf.org/

o British Medical Journal: bmj.com/ hefur undanfarin ár tileinkað gagnreyndri læknisfræði æ stærri hlut í blaðinu. Þar sem helst ber að leita er undir "clinical review". Á heimasíðunni er einnig að finna lista yfir "evidence based products" á þeirra vegum: www.bmjpg.com/template.cfm?name=bmjprod_ebp



Frá Kanada

Therapeutic Letter kemur út annan hvern mánuð og er gefið út af "Therapeutics Initiative. Evidence based drug therapy" á vegum háskólans í British Columbia í Vancouver, Kanada: www.ti.ubc.ca/ eða: www.ti.ubc. ca/pages/letter.html

Frá Danmörku

Á vegum "Institut for Rationel Farmakoterapi" er gefið út mánaðarblaðið "Rationel Farmakoterapi" sem tekur fyrir á hnitmiðaðan og vandaðan hátt ákveðinn lyfjaflokk, lyf eða ástand. Sjá heimasíðu blaðsins: www.irf.dk/oversigt-bladet.htm eða stofnunarinnar: www.irf.dk/



Frá Frakklandi

Þar er Prescrire International sem er stytt útgáfa á ensku af frönsku útgáfunni "Prescrire La revue" en heimasíða þeirra er www.esculape.com/prescrire/



Við almenna heimildaleit að efni sem byggist á gagnreyndri læknisfræði er bent á að í OVID eru nú þegar þó nokkrir möguleikar til þess að leita aðeins í slíku efni (evidence based medicine). Inn á OVID er auðvelt að fara af heimasíðu www.hvar.is. Það er einnig fyrst og fremst í gegnum OVID-aðgang sem flest okkar geta nálgast margt það efni sem í boði er í fullri lengd. Þetta á meðal annars við um kerfisbundin yfirlit frá Cochrane samtökunum og Clinical Evidence.

Einn besti staðurinn til að finna efni í þessum dúr er þó www.tripdatabase.com sem er mjög hentugur byrjunarreitur.

Alþjóðleg samtök um mat á heilbrigðistækni ("International Network of Agencies for Health Technology Assessment") hafa heimasíðuna: www.inahta.org/ Þessi staður er tekinn með þótt hér megi finna mikinn fróðleik um fleira en lyf því upplýsingar þessar eru í mörgum tilvikum birtar í skýrslum sem flestum læknum eru lítt kunnar.

Á heimasíðu þeirra má leita að einstaka skýrslum en einnig er góður leitarmöguleiki í gagnagrunni þessum hjá "NHS Centre for Reviews and Dissemination" á: www.york.ac.uk/inst/crd/

"Netting the evidence" er eitt af mörgum tenglasöfnum um þessi mál og nægilegt til að drekkja flestum í fræðsluefni: www.nettingtheevidence.org.uk/

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica