Umræða fréttir

Eins og annað fólk

Evrópsku heimilislæknasamtökin, UEMO, hafa lagt heilmikla vinnu í að móta stefnu um jafnréttismál, jöfn tækifæri. Nefnd á vegum samtakanna, undir stjórn Christinu Fabian frá Svíþjóð, vann að stefnumótuninni og skilaði stefnumarkandi áliti og tillögum sem samþykktar voru samhljóða. Í framhaldi af því voru tillögurnar sendar til samtaka Evrópskra lækna, CP, sem gerði þær að sínum síðastliðið haust, með tveimur smávægilegum breytingum, í skjölum sem bera heitið CP 2001/098 og CP 2001/099. Í ítarlegri umfjöllun UEMO um jafnrétti/jöfn tækifæri (equal opportunities) kom fram fjölmargt sem varðar alla lækna, þar á meðal þá sem eru á kandidatsári og í framhaldsnámi. Þannig hafa bæði UEMO og CP ályktað um jöfn starfskilyrði lækna og þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir því sem þar kemur fram. CP mælir með því að læknafélög aðildarlandanna geri tillögurnar að sínum.

UEMO leggur til grundvallar að jöfn tækifæri eigi ekki einungis við jafna stöðu kynjanna því að mismunun geti einnig átt sér stað vegnao kynþáttar/þjóðernis

o trúarbragða

o kyns

o kynhneigðar

o fötlunar

o og CP bætti við: aldursSérstaklega er fjallað um inntöku læknanema í læknadeild, nám í læknadeild, framhaldsnám (CME/ CPD), starf, starfstengd fríðindi, orlof og lífeyrismál svo það helzta sé nefnt.

Framkvæmdaáætlun UEMO er sem hér segir (í lauslegri þýðingu):1. Tryggja ber að viðeigandi fjöldi karla og kvenna starfi innan læknafélaga hvers lands og í UEMO sjálfu.

2. Hvetja verður læknafélögin til að setja þetta í forgang og fylgjast með og tilkynna reglulega um alla starfsemi og stefnu á heilbrigðissviði til að tryggja að ekki leynist mismunun gagnvart nokkrum hópi lækna.

3. Að hvetja hin ýmsu samtök lækna í Evrópu (ESGP, UEMS, PWG, CP o.s.frv.) til að setja jafnréttismál á oddinn og starfa með þeim að því verkefni.

4. Að láta jafnréttisnefnd UEMO starfa áfram og skuli hún, ásamt forseta UEMO, dreifa þessu skjali til læknafélaga aðildarlandanna og Evrópusamtaka lækna og óska eftir reglulegum skýrslum um hvernig gangi að ná markmiðum.

5. Að hvetja læknafélög og evrópsk læknasamtök til að gaumgæfa eftirfarandi atriði:a) Mismunun í launum og lífeyri ( pensions)

o að upplýsa meðlimi sína og ráðleggja þeim um launakjör og hvetja þá til að hafa beint samband til að fá ráðgjöf þegar sótt er um nýtt starf.

o að ná til allra lækna úr minnihlutahópum (disadvantaged minority groups).b) Vinnuskilyrði og vinnutími

o að styðja við bakið á kollegum sem vilja vinna hlutastarf eða skipta á milli sín starfi eða taka foreldraorlof.

o að hvetja til þess að þróað sé og komið á kerfi til að læknar sem verið hafa frá vinnu geti þjálfað sig á ný (return to medicine courses).c) Þróun í starfi

o að tryggja að allir læknar velji sér starf innan fagsins með tilliti til hæfileika, getu og áhuga og að hefðir og tæknilegar hindranir komi ekki í veg fyrir það.

o að styðja við það að allir læknar þjálfi sig á sviðum eins og stjórnun og í leiðtogahlutverki.d) Að nota hvergi kynbundið orðalag í samningum eða öðrum skjölum.e) Um hlutfall kynjanna í læknastétt

o að styðja þróun í átt að jafnvægi í þátttöku kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir læknastéttina þannig að þátttakan endurspegli alla stéttina.f) Að halda áfram að fylgjast með nýjum sviðum þar sem mismunun gæti átt sér stað og bregðast við á viðeigandi hátt.Þannig er ljóst að læknafélög hér á landi þurfa að huga að því að bæði karlar og konur séu í stjórnum félaganna og í nefndum á vegum þeirra. Einnig þarf að kanna hvort jafnrétti sé í launakjörum, vinnuumhverfi og vinnutíma og stutt sé við þá lækna sem vilja vinna hlutastarf eða taka foreldraorlof. Lög landsins tryggja það síðastnefnda hér á landi þótt vissir hnökrar hafi verið á því lengst af að unglæknar sem ef til vill vinna ekki samfellt í eitt ár fyrir sama vinnuveitanda hafi fengið sambærilegan rétt og aðrir. Áður voru afleysingalæknar á landsbyggðinni ráðnir af heilbrigðisráðuneytinu en eftir að stjórn var sett yfir heilsugæzlu í hverju umdæmi fór dæmið að verða flóknara. Þá þarf og að gera læknum sem eru lengi frá störfum, til dæmis vegna veikinda eða barnsburðar, kleift að endurmennta sig svo þeir geti hafið störf á ný.

Mér er ekki ljóst hve margir læknar hér á landi eru í hlutastarfi eða óska eftir því að vera í hlutastarfi. Heldur ekki hvort þeim sem það vilja sé gert það nægilega auðvelt. Eins og flestir vita urðu ungir læknar af minni kynslóð oft að fórna fjölskyldunni til að sýna sig og sanna í starfi. Vinnan gekk fyrir, við stóðum vaktir og mættum til vinnu hvort sem við vorum karlar eða konur og hvort sem frísk eða veik börn voru heima. Makar og ættingjar urðu að hlaupa undir bagga eða þá aðkeypt hjálp. Ungt fólk sem er að hefja sitt lífsstarf nú virðist líka vera áhugasamt um fagið en leggur gjarnan meiri áherzlu á að sinna fjölskyldu sinni. Sá er raunveruleikinn í þróuðum samfélögum nútímans og við honum þarf að bregðast af skynsemi. Ekki má bregða fæti fyrir unga lækna sem vilja stofna fjölskyldur og eiga sér líf eins og annað fólk.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica