Umræða fréttir

Launalækkun

Atvinnan er ekkert grín,

engin ráð ég þekki,

stöðugt lækka launin mín

löglega eða ekki.



Finnst mér enn á FSA

fjarska gott að vinna,

þó læknis gömul gloría

gefi minna og minna.



Samið var í sumar leið

við sérfræðingaskara,

en við launaseðlaseið

set ég fyrirvara.



Það er hvorki ljúft né létt

í ljósi fyrri tíðar

að áskilja sér allan rétt

á endurskoðun síðar.



Aldarfarið um ég veit

ekkert nú á dögum

enda kominn ofan úr sveit,

algjört barn í lögum.



Yngri-Rauð ég aldrei sel,

er þó sjaldan feginn,

svon' er að reyna að vinna vel

og vera hýrudreginn.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica