Umræða fréttir

Lyfjamál 109: Hormónameðferð kvenna

Í tilefni af umræðu um kosti og galla hormónameðferðar um miðjan júlí og aftur nú síðastliðnar vikur þykir rétt að benda á að síðustu tíu árin hefur orðið tvöföldun á notkun lyfja í þessum flokki. Niðurstöður úr stórri tvíblindaðri slembaðri rannsókn lágu fyrir í júlí 2002 og benda til þess að ákveðin hormónasamsetning (samfelld samsett meðferð) geti verið varasamari en áður var talið. Þetta leiddi til þess að 10. október síðastliðinn var sent dreifibréf með tilmælum frá landlækni til allra lækna (sjá nánar á www. landlaeknir.is)

Þeim sem vilja lesa meira um efnið er einnig bent á frétt á vef landlæknis frá 15. júlí 2002.

Í línuritinu er gerð tilraun til að nálgast eitthvað hugmynd um hversu víðtæk hormónameðferð af þessu tagi er með því að umreikna dagskammtatölur yfir á konur eldri en 40 ára. Útkoman er sú að yfir 30% þeirra eru nú í hormónameðferð að staðaldri. Hugsanlega hefði verið réttara að miða við 45 eða 50 ára aldur og verður hlutfallið þá enn hærra. Rauða línan táknar G03C östrógen, en þar eru á ferð 12 mismunandi sérlyf sem innihalda estradíól með markaðsleyfi og eitt sem inniheldur estríól. Mest notuðu formin eru forðaplástrar og töflur. Brúna línan, G03D prógestógen, eru lyfin medroxýprógesterón, noretísterón og tíbólón. Aukningin þar síðustu árin er aðallega í lyfinu tíbólón. Bláa línan, G03F prógestógen og östrógen, eru samsetningarnar noretísterón/östrógen og kaflaskipt lyf með levónorgestrel/ östrógen og noretítsterón/östrógen.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica