Fræðigreinar

Klínískar leiðbeiningar. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi

Á vegum Landlæknisembættis hefur starfað vinnuhópur að gerð klínískra leiðbeininga um skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Vinnuhópinn skipa Ásgeir Theodórs læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, formaður, Friðbjörn Sigurðsson læknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum, ritari, Jón Steinar Jónsson læknir, sérfræðingur í heimilislækningum, Nick Cariglia læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, Sigurður Ólafsson læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og Tryggvi Stefánsson læknir, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Hér er birt ágrip leiðbeininganna og voru þær uppfærðar í júní 2002. Leiðbeiningarnar er hægt að nálgast í heild sinni á vef landlæknis: www.landlaeknir.is

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica