Fræðigreinar
Samhengi lakkrísneyslu og háþrýstings
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir varði doktorsritgerð sína við Gautaborgarháskóla þann 7. júní síðastliðinn. Andmælandi ritgerðarinnar var Per Manhem, Málmey, Svíþjóð. Fyrstu rannsóknirnar sem ritgerðin byggir á fóru fram á Íslandi og þær seinni í Svíþjóð.
Hér fer á eftir ágrip ritgerðarinnar og enskur titill hennar. Nánari upplýsingar um doktorsvörnina er enn fremur að finna á heimasíðu Gautaborgarháskóla, www.ub.gu.se/Gdig/dissdatabas/detaljvy.html?id=5567
Inhibition of 11 b-HSD
Hemodynamic and hormonal response induced by liquorice
Inngangur: Ensímið 11 b-hydroxysteroid-dehydrogenas (11 b-HSD) týpa 2 sem umbreytir hinu virka hormóni kortisól í hið óvirka kortisón, er hamið með glycyrrhetinic acid (GA), sem er hið virka efni í lakkrís. Þetta leiðir til háþrýstings, lækkunar í blóðgildi kalíums og natríum- og vökvasöfnunar, the syndrome of pseudo-hyperaldosteronism. Tilgangur þessarar doktorsritgerðar var að rannsaka nánar áhrif á hemodínamík og hormón við hömlun á 11 b-HSD með GA.
Aðferðir: Hormónáhrif lakkrísneyslu voru rannsökuð með fimm mismunandi skömmtum af GA (75, 135, 150, 270 og 540 mg). Við samanburð á kynjum, hófu konur þátttöku í rannsókninni á 1.-4. degi í tíðahringnum í tveimur síðustu rannsóknunum. Í fjórðu tilrauninni neyttu 36 einstaklingar 150 mg GA (15 konur og 21 karl) þar af 11 með háþrýsting af óþekktri orsök (essential hypertension). Blóðþrýstingur, blóðprufur og sólarhrings þvagsöfnun voru tekin við upphaf rannsóknarinnar (baseline), eftir tveggja og fjögurra vikna lakkrísneyslu og loks fjórum vikum eftir að lakkrísneyslu lauk (eftir wash-out period).
Niðurstöður: Dagleg neysla 75 mg GA (50 gr af lakkrís) orsakaði marktækar hemodínamískar breytingar, lægsti skammtur sem okkur er kunnugt um sem hefur þessi áhrif. Blóðþrýstingshækkunin af völdum GA hafði línulegt skammtaháð samband (a linear dose-response relationship). Mest hækkun í blóðþrýstingi mældist eftir tvær vikur og hækkaði ekki þrátt fyrir áframhaldandi neyslu. Blóðþrýstingshækkun fylgdi normaldreifingunni. Sjúklingar með háþrýsting hækkuðu meira í blóðþrýstingi en frískir einstaklingar óháð aldri, saltnæmi og þyngd. Mismunur á blóðþrýstingshækkun milli kynja var ekki marktæk, en fleiri konur en karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna aukaverkana. Hormónaáhrif voru fyrst og fremst á kortisól, aldósterón og dehydroepiandrostenedion-súlfat (DHEA-s). Lækkun á blóðgildi aldósteróns leiddi til meiri hækkunar á blóðþrýstingi hjá körlum en konum og hjá einstaklingum með háþrýsting en frískum einstaklingum. Breytingar í androgen hormónum voru vægar. Breytingar í blóðgildi testósteróns voru ósamkvæmar og í mótsögn við eldri rannsóknir. Áhrif á prólaktín voru minniháttar.
Samantekt: Hófleg, dagleg neysla GA, 75 mg, er nægjanleg til að orsaka hemodínamískar breytingar sem hafa línulegt skammtaháð samband (a linear dose-response relationship). Þessi áhrif á hækkun blóðþrýstings fylgja normaldreifingu. Einstaklingar með háþrýsting af óþekktri orsök (essential hypertenison) eru viðkvæmari fyrir hömlun á 11 b-HSD með GA en frískir einstaklingar. Þessi ensímhömlun hefur fyrst og fremst áhrif á nýrnahettuhormón og aðeins væg áhrif á kynhormón.
Hér fer á eftir ágrip ritgerðarinnar og enskur titill hennar. Nánari upplýsingar um doktorsvörnina er enn fremur að finna á heimasíðu Gautaborgarháskóla, www.ub.gu.se/Gdig/dissdatabas/detaljvy.html?id=5567
Inhibition of 11 b-HSD
Hemodynamic and hormonal response induced by liquoriceInngangur: Ensímið 11 b-hydroxysteroid-dehydrogenas (11 b-HSD) týpa 2 sem umbreytir hinu virka hormóni kortisól í hið óvirka kortisón, er hamið með glycyrrhetinic acid (GA), sem er hið virka efni í lakkrís. Þetta leiðir til háþrýstings, lækkunar í blóðgildi kalíums og natríum- og vökvasöfnunar, the syndrome of pseudo-hyperaldosteronism. Tilgangur þessarar doktorsritgerðar var að rannsaka nánar áhrif á hemodínamík og hormón við hömlun á 11 b-HSD með GA.
Aðferðir: Hormónáhrif lakkrísneyslu voru rannsökuð með fimm mismunandi skömmtum af GA (75, 135, 150, 270 og 540 mg). Við samanburð á kynjum, hófu konur þátttöku í rannsókninni á 1.-4. degi í tíðahringnum í tveimur síðustu rannsóknunum. Í fjórðu tilrauninni neyttu 36 einstaklingar 150 mg GA (15 konur og 21 karl) þar af 11 með háþrýsting af óþekktri orsök (essential hypertension). Blóðþrýstingur, blóðprufur og sólarhrings þvagsöfnun voru tekin við upphaf rannsóknarinnar (baseline), eftir tveggja og fjögurra vikna lakkrísneyslu og loks fjórum vikum eftir að lakkrísneyslu lauk (eftir wash-out period).
Niðurstöður: Dagleg neysla 75 mg GA (50 gr af lakkrís) orsakaði marktækar hemodínamískar breytingar, lægsti skammtur sem okkur er kunnugt um sem hefur þessi áhrif. Blóðþrýstingshækkunin af völdum GA hafði línulegt skammtaháð samband (a linear dose-response relationship). Mest hækkun í blóðþrýstingi mældist eftir tvær vikur og hækkaði ekki þrátt fyrir áframhaldandi neyslu. Blóðþrýstingshækkun fylgdi normaldreifingunni. Sjúklingar með háþrýsting hækkuðu meira í blóðþrýstingi en frískir einstaklingar óháð aldri, saltnæmi og þyngd. Mismunur á blóðþrýstingshækkun milli kynja var ekki marktæk, en fleiri konur en karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna aukaverkana. Hormónaáhrif voru fyrst og fremst á kortisól, aldósterón og dehydroepiandrostenedion-súlfat (DHEA-s). Lækkun á blóðgildi aldósteróns leiddi til meiri hækkunar á blóðþrýstingi hjá körlum en konum og hjá einstaklingum með háþrýsting en frískum einstaklingum. Breytingar í androgen hormónum voru vægar. Breytingar í blóðgildi testósteróns voru ósamkvæmar og í mótsögn við eldri rannsóknir. Áhrif á prólaktín voru minniháttar.
Samantekt: Hófleg, dagleg neysla GA, 75 mg, er nægjanleg til að orsaka hemodínamískar breytingar sem hafa línulegt skammtaháð samband (a linear dose-response relationship). Þessi áhrif á hækkun blóðþrýstings fylgja normaldreifingu. Einstaklingar með háþrýsting af óþekktri orsök (essential hypertenison) eru viðkvæmari fyrir hömlun á 11 b-HSD með GA en frískir einstaklingar. Þessi ensímhömlun hefur fyrst og fremst áhrif á nýrnahettuhormón og aðeins væg áhrif á kynhormón.