Umræða fréttir
  • Snorri Hallgrímsson

Smásjáin 1

Læknar í Svíþjóð

Sænska læknafélagið hefur gefið út upplýsingar á sænsku og ensku um menntun og störf lækna sem menntaðir eru í Svíþjóð fyrir kollega þeirra sem eru með próf frá löndum sem eru ekki í EES. Á heimasíðu félagsins www.slf.se eru nánari upplýsingar um þetta og þar er einnig að finna greinargerð um þetta málefni sem ber heitið: Invandrade läkare - en resurs i svensk hälso- och sjukvård.Snorri Hallgrímsson í Andvara

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Andvara sem Hið íslenska þjóðvinafélag gefur út er fróðleg grein um Snorra Hallgrímsson lækni eftir kollega hans, Árna Björnsson. Snorri var fæddur 1912 og hefði því orðið níræður á þessu ári. Árni rekur náms- og starfsferil Snorra, þátttöku hans í finnska Vetrarstríðinu og hlut hans í sögu kennslu læknisfræði á Íslandi.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica