Íðorðapistlar 1-130

004-Kynning á orðum

Áfram er haldið íðorðahjali. Í þetta sinn snýst íðorðaþáttur um kynningu á nokkrum orðum úr Nomina Anatomica, líffæraheitunum, sem enn eru í vinnslu hjá Orðanefnd læknafélaganna. Nefndin hefur tekið þá stefnu að leitast við að finna eitt, og þá einungis eitt, íslenskt orð til að þýða hvert latneskt orð. Ætlun nefndarinnar er sú að með þessu komist á nauðsynleg samræming í notkun íslenskra fræðiheita. Nefndarmenn hafa því lagt á sig ómælt erfiði við að finna íslensk orð við hæfi. Oft hefur þá einmitt komið í ljós að íslensk tunga á aragrúa orða, sem nota má sem heiti á fyrirbærum líffærafræðinnar. Gott dæmi um þetta er upptalning á 136 mismunandi heitum yfir "upphækkun á yfirborði" í formálanum að fyrstu útgáfu á líffæraheitum Guðmundar Hannessonar.Samræmingarstefna

Samræmingarstefna leiðir stundum til erfiðleika í útfærslu. Sérstaklega verður þetta erfitt þegar sama latneska orðið er notað um ýmis kennileiti sem eru alls ekki lík útlits. Dæmi um það er heitið processus, sem notað er um yfirborðshækkanir með margs konar ytri lögun, en einnig um hol útskot frá kviðarholi. Sum þessara fyrirbæra hafa þegar fengið íslensk heiti sem varla er hægt að breyta, svo sem processus alveolaris = tanngarður og processus articularis = liðtindur.

Þá kemur stundum upp það sjónarmið að nota megi íslensku heitin til að gefa fyllri upplýsingar en þau latnesku gera. Dæmi um slíkt er latneska orðið ramus sem notað er í samsetningum um beinhluta, berkjur, taugar og æðar. Einn nefndarmanna háði harða baráttu fyrir því að þessi fyrirbæri fengju hvert sitt heiti. Niðurstaðan varð sú að ramus á beini verður álma, ramus úr æð eða berkju verður kvísl og ramus úr taug verður grein. Á þann hátt má lesa út úr heitunum hvaða rami tilheyra æðum og berkjum, hverjar beinum og hverjar taugum.Kynning á heitum

Eftir þennan langa formála eru sett fram til kynningar ýmis latnesk orð og heiti, sem koma fyrir á vinnublöðum Orðanefndar, og þýðingar þeirra:Tillögur óskast

Að lokum er lýst eftir tillögum að íslenskun á eftirtöldum orðum og hugtökum: adrenogenital syndrome, cubitus valgus, cubitus varus, cyclopia, dysgenesis, epicanthus, erythema annulare, flare, glioblastoma multiforme, hematotoxic, idiopathic og levocardia.Neyðarlæknisfræði

Orðanefndin hefur fjallað um erindi Jóns Baldurssonar varðandi íslenskt heiti á emergency medicine. Heitið neyðarlæknisfræði hljómar vel og virðist falla vel að skyldum sérgreinum, eins og sýnt er fram á í grein höfundar. Óskandi væri að allar slíkar tillögur væru eins vandlega unnar.

apex broddur

canalis göng

canaliculus smuga

carpus hreifi

condylus hnúi

crista kambur

epicondylus gnípa

fibra þráður

filamentum þráðla

filum þvengur

fossa gróf

hiatus gap

hilum port

infundi-

bulum sygill

planum snið

processus klakkur

recessus skot

sinus stokkur

sulcus skor

trochanter hnúta

trochlea trissa

tuber hnjóskur

tuberculum hnjótur

tuberositas hrjóna

FL 1990; 8(3): 4
Til baka Senda greinÞetta vefsvæði byggir á Eplica