Umræða fréttir
Móttaka nýkandídata
Þann 23. júní síðastliÐinn útskrifuðust 34 kandídatar úr læknadeild Háskóla Íslands að loknu embættisprófi í læknisfræði. Læknafélag Íslands bauð kandídötum ásamt fleiri gestum til móttöku þann 22. júní. Samkvæmt hefð undirrituðu kandídatar Heitorð lækna. Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ ávarpaði kandídata og fer ávarp hans hér á eftir:
Ávarp Sigurbjörns Sveinssonar
"Kæru kandídatar í læknisfræði, forseti læknadeildar og aðrir gestir. Verið öll velkomin til þessarar samveru, sem Læknafélag Íslands býður enn á ný til til að fagna útskrift nýrra lækna frá Háskóla Íslands og til að gefa ykkur, kandídatar, kost á að gefa með nafni ykkar undir hinn forna eiðstaf lækna heit um að virða skyldur þær, sem læknisstarfið leggur ykkur á herðar.
Ég hef verið að reyna að rifja það upp, hvernig mér var innanbrjósts þessa daga fyrir 23 árum og ég held að tilfinningunni verði best lýst með orðunum: feginn, ólýsanlegur feginleiki. Þetta segi ég ekki læknadeildinni til hnjóðs né kennurum hennar á þeim tíma, sem margir hverjir eru enn við kennslu, heldur tel ég þetta vera alveg eðlilega tilfinningu þess einstaklings sem í sex til átta ár hefur lagt á sig misáhugavert nám til að ná því marki, sem hann setti sér um tvítugt eða fyrr.
Í annan stað fannst mér ég vera kallaður til ábyrgðar. Að vísu hafði ég tekið við héraði til næstu 15 mánaða, þar sem mikið stóð til og verkefnin mörg. Og ég spurði mig oft út í hvaða fen ég hefði álpast. Ábyrgðina var erfitt að bera. En allt lánaðist þetta vel eins og gera vill og þannig mun eflaust fara um ykkur, þegar þið hefjið störf á eigin ábyrgð. Enginn þarf að kikna undan þessari ábyrgð. Sú regla, sem reyndist mér best við þessar aðstæður, og æ síðan og allt fram á þennan dag, var sú að vera ætíð frjáls að því að leita mér ráða og aðstoðar annarra kollega, þegar á móti blés bæði í ljósi ytri aðstæðna og innri hvata. Ég tel, að þeim læknum, sem heiðra þessa reglu og þjálfa með sér þann hæfileika að lúta lögmálum hennar farnist best og þar með sinni þeir og skyldum sínum við sjúklinga sína.
Ekkert okkar veit ævina fyrr en öll er og eru það gömul sannindi og ný. Og enginn getur spáð fyrir á þessum degi hvernig hvert og eitt ykkar muni nýta menntun sína í þágu fræðigreinarinnar annars vegar og fólksins hins vegar. Vaxandi fjöldi lækna leggur fyrir sig rannsóknir og er það vel. Við megum hins vegar ekki gleyma því, hverjum þessar rannsóknir eiga að þjóna og í þágu hverra er unnið. Sagt hefur verið, að hæfilegt sé að þriðjungur lækna leggi stund á rannsóknir en tveir þriðju sinni í meginatriðum klínískri grasrótarvinnu. Ekki skal ég leggja mat á það, en hitt veit ég, að umtalsverður þrýstingur er á aukin vísindastörf lækna og áhugi ungra lækna stendur í þá átt. Og þá er því líka haldið fram að samfélagslegar skyldur vegi þyngra en hagsmunir þeirra einstaklinga, sem þið hafið tekið að ykkur að þjóna sem læknar.
Þessi heimspeki er varasöm. Með hana voru gerðar tilraunir á síðustu öld með hroðalegum afleiðingum. Spámenn þessara sjónarmiða hafa verið fleiri en mannkynið hefur þurft á að halda. Niðurstaða nútímamannsins hlýtur að verða sú, að hagsmunum samfélagsins verði best borgið með því að hefja virðingu og rétt einstaklingsins til vegs.
Hvert svo sem lífshlaup ykkar verður þá skuluð þið fyrst og fremst leggja stund á uppbyggilega gagnrýni fremur en persónulegan meting og muna það eitt, að með bestu eigindum mannsins er að kunna að deila kjörum hvert með öðru og gleðjast yfir velgengni hvers annars. Í Hannesar Árnasonar fyrirlestrum sínum Einlyndi og marglyndi segir Sigurður Nordal: "Menn dást að metorðum og titlum, alls konar persónulegu glingri og glysi, í stað þess að leita sjálfs manngildisins. Menn festa hugann við alls konar sjónhverfingar þjóðfélagsins og grímubúninga menningarinnar í stað hlutanna sjálfra. Hver manneskja er aðdáanleg í sjálfri sér, það af henni sem er satt og eðlilegt, en það er ekki víst, að sú falsmynd af sjálfri sér sem hún vill vera, eða aðrir vilja dást að, eigi sér nokkurn rétt til aðdáunar."
Það er hollt hverjum lækni að leggja stund á rannsóknir, hafi hann til þess metnað. Sá metnaður að leita sannleikans er heilbrigður. Þær rannsóknir, sem stundaðar eru af sköpunarþörf, metnaði og ástríðu verða yfirleitt samferðamönnum til gagns, fylgi þeim hin barnslega óspillta undrun og lotning fyrir viðfangsefninu, manninum sjálfum.
En engin er rós án þyrna. Menn eiga að finna kröftum sínum viðnám við vísindaiðkun og með þeim hætti einum leiðir hún til aukins þroska og fullnægju. Rannsóknir sem og starf læknisins eru ekki teknar út með sældinni og það vissi Hippókrates: "Ars longa vita brevis, occasio praeceps, experientia fallax, judicium difficile." Í áðurnefndum fyrirlestrum gerir Sigurður Nordal undrunina að umtalsefni með eftirfarandi hætti: "Bak við eyðimörkina er ný útsýn og nýr skilningur. Þar undrast menn stjörnurnar og blómin sem vísindamenn, manneskjurnar sem skáld og sálfræðingar, yfirborð hlutanna sem málarar. En alltaf undrast menn ef rétt er séð. Því undrunin er ekki eingöngu upphaf allrar visku og speki, eins og Platón sagði, heldur líka endir hennar. Hvar sem við leitum fyrir okkur að vita og skilja, finnum við að lokum ómælandi haf og óleysandi gátur. Og gagnvart því er aðeins ein afstaða til: að beygja kné sín og undrast."
Að þessum orðum sögðum vil ég óska ykkur, nýir kandídatar, til hamingju með þennan áfanga í lífi ykkar og bjóða ykkur velkomin í Læknafélag Íslands, sem er stéttarfélag ykkar, hagsmunafélag og fagfélag eins og segir um tilgang félagsins í lögum þess. Af þessu tilefni vil ég biðja ykkur um að taka við lögum félagsins og viðaukum um dómstóla þess og Codex Ethicus íslenskra lækna um leið og þið undirritið eiðstafinn. Að svo mæltu vil ég gefa Reyni Tómasi Geirssyni, forseta læknadeildar orðið."Þrjátíu og fjögur luku embættisprófi í læknisfræði
Anna Guðmundsdóttir
Anna Björg Jónsdóttir
Arndís Vala Arnfinnsdóttir
Berglind Gerða Libungan
Brynja Ragnarsdóttir
Brynja Kristín Þórarinsdóttir
Daði Þór Vilhjálmsson
Einar Þór Þórarinsson
Elín Bjarnadóttir
Halla Fróðadóttir
Hans Tómas Björnsson
Hildur Björg Ingólfsdóttir
Hjalti Már Þórisson
Hjálmar Þorsteinsson
Hrólfur Einarsson
Hrönn Garðarsdóttir
Inga Sif Ólafsdóttir
Ingólfur Rögnvaldsson
Jón Ásgeir Bjarnason
Karl Reynir Einarsson
Katrín Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Magnús Hjaltalín Jónsson
Meredith Jane Cricco
Oddur Steinarsson
Steinarr Björnsson
Sturla Björn Johnsen
Sverre Bergh
Sædís Sævarsdóttir
Torfi Þorkell Höskuldsson
Tómas Þór Ágústsson
Þórður Hjalti Þorvarðarson
Þórhildur Kristinsdóttir
Þórný Una ÓlafsdóttirHeitorð lækna
Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn
að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizkusemi,
að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits,
að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum,
að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna
Ávarp Sigurbjörns Sveinssonar
"Kæru kandídatar í læknisfræði, forseti læknadeildar og aðrir gestir. Verið öll velkomin til þessarar samveru, sem Læknafélag Íslands býður enn á ný til til að fagna útskrift nýrra lækna frá Háskóla Íslands og til að gefa ykkur, kandídatar, kost á að gefa með nafni ykkar undir hinn forna eiðstaf lækna heit um að virða skyldur þær, sem læknisstarfið leggur ykkur á herðar.Ég hef verið að reyna að rifja það upp, hvernig mér var innanbrjósts þessa daga fyrir 23 árum og ég held að tilfinningunni verði best lýst með orðunum: feginn, ólýsanlegur feginleiki. Þetta segi ég ekki læknadeildinni til hnjóðs né kennurum hennar á þeim tíma, sem margir hverjir eru enn við kennslu, heldur tel ég þetta vera alveg eðlilega tilfinningu þess einstaklings sem í sex til átta ár hefur lagt á sig misáhugavert nám til að ná því marki, sem hann setti sér um tvítugt eða fyrr.
Í annan stað fannst mér ég vera kallaður til ábyrgðar. Að vísu hafði ég tekið við héraði til næstu 15 mánaða, þar sem mikið stóð til og verkefnin mörg. Og ég spurði mig oft út í hvaða fen ég hefði álpast. Ábyrgðina var erfitt að bera. En allt lánaðist þetta vel eins og gera vill og þannig mun eflaust fara um ykkur, þegar þið hefjið störf á eigin ábyrgð. Enginn þarf að kikna undan þessari ábyrgð. Sú regla, sem reyndist mér best við þessar aðstæður, og æ síðan og allt fram á þennan dag, var sú að vera ætíð frjáls að því að leita mér ráða og aðstoðar annarra kollega, þegar á móti blés bæði í ljósi ytri aðstæðna og innri hvata. Ég tel, að þeim læknum, sem heiðra þessa reglu og þjálfa með sér þann hæfileika að lúta lögmálum hennar farnist best og þar með sinni þeir og skyldum sínum við sjúklinga sína.
Ekkert okkar veit ævina fyrr en öll er og eru það gömul sannindi og ný. Og enginn getur spáð fyrir á þessum degi hvernig hvert og eitt ykkar muni nýta menntun sína í þágu fræðigreinarinnar annars vegar og fólksins hins vegar. Vaxandi fjöldi lækna leggur fyrir sig rannsóknir og er það vel. Við megum hins vegar ekki gleyma því, hverjum þessar rannsóknir eiga að þjóna og í þágu hverra er unnið. Sagt hefur verið, að hæfilegt sé að þriðjungur lækna leggi stund á rannsóknir en tveir þriðju sinni í meginatriðum klínískri grasrótarvinnu. Ekki skal ég leggja mat á það, en hitt veit ég, að umtalsverður þrýstingur er á aukin vísindastörf lækna og áhugi ungra lækna stendur í þá átt. Og þá er því líka haldið fram að samfélagslegar skyldur vegi þyngra en hagsmunir þeirra einstaklinga, sem þið hafið tekið að ykkur að þjóna sem læknar.
Þessi heimspeki er varasöm. Með hana voru gerðar tilraunir á síðustu öld með hroðalegum afleiðingum. Spámenn þessara sjónarmiða hafa verið fleiri en mannkynið hefur þurft á að halda. Niðurstaða nútímamannsins hlýtur að verða sú, að hagsmunum samfélagsins verði best borgið með því að hefja virðingu og rétt einstaklingsins til vegs.
Hvert svo sem lífshlaup ykkar verður þá skuluð þið fyrst og fremst leggja stund á uppbyggilega gagnrýni fremur en persónulegan meting og muna það eitt, að með bestu eigindum mannsins er að kunna að deila kjörum hvert með öðru og gleðjast yfir velgengni hvers annars. Í Hannesar Árnasonar fyrirlestrum sínum Einlyndi og marglyndi segir Sigurður Nordal: "Menn dást að metorðum og titlum, alls konar persónulegu glingri og glysi, í stað þess að leita sjálfs manngildisins. Menn festa hugann við alls konar sjónhverfingar þjóðfélagsins og grímubúninga menningarinnar í stað hlutanna sjálfra. Hver manneskja er aðdáanleg í sjálfri sér, það af henni sem er satt og eðlilegt, en það er ekki víst, að sú falsmynd af sjálfri sér sem hún vill vera, eða aðrir vilja dást að, eigi sér nokkurn rétt til aðdáunar."
Það er hollt hverjum lækni að leggja stund á rannsóknir, hafi hann til þess metnað. Sá metnaður að leita sannleikans er heilbrigður. Þær rannsóknir, sem stundaðar eru af sköpunarþörf, metnaði og ástríðu verða yfirleitt samferðamönnum til gagns, fylgi þeim hin barnslega óspillta undrun og lotning fyrir viðfangsefninu, manninum sjálfum.
En engin er rós án þyrna. Menn eiga að finna kröftum sínum viðnám við vísindaiðkun og með þeim hætti einum leiðir hún til aukins þroska og fullnægju. Rannsóknir sem og starf læknisins eru ekki teknar út með sældinni og það vissi Hippókrates: "Ars longa vita brevis, occasio praeceps, experientia fallax, judicium difficile." Í áðurnefndum fyrirlestrum gerir Sigurður Nordal undrunina að umtalsefni með eftirfarandi hætti: "Bak við eyðimörkina er ný útsýn og nýr skilningur. Þar undrast menn stjörnurnar og blómin sem vísindamenn, manneskjurnar sem skáld og sálfræðingar, yfirborð hlutanna sem málarar. En alltaf undrast menn ef rétt er séð. Því undrunin er ekki eingöngu upphaf allrar visku og speki, eins og Platón sagði, heldur líka endir hennar. Hvar sem við leitum fyrir okkur að vita og skilja, finnum við að lokum ómælandi haf og óleysandi gátur. Og gagnvart því er aðeins ein afstaða til: að beygja kné sín og undrast."
Að þessum orðum sögðum vil ég óska ykkur, nýir kandídatar, til hamingju með þennan áfanga í lífi ykkar og bjóða ykkur velkomin í Læknafélag Íslands, sem er stéttarfélag ykkar, hagsmunafélag og fagfélag eins og segir um tilgang félagsins í lögum þess. Af þessu tilefni vil ég biðja ykkur um að taka við lögum félagsins og viðaukum um dómstóla þess og Codex Ethicus íslenskra lækna um leið og þið undirritið eiðstafinn. Að svo mæltu vil ég gefa Reyni Tómasi Geirssyni, forseta læknadeildar orðið."
Þrjátíu og fjögur luku embættisprófi í læknisfræði
Anna GuðmundsdóttirAnna Björg Jónsdóttir
Arndís Vala Arnfinnsdóttir
Berglind Gerða Libungan
Brynja Ragnarsdóttir
Brynja Kristín Þórarinsdóttir
Daði Þór Vilhjálmsson
Einar Þór Þórarinsson
Elín Bjarnadóttir
Halla Fróðadóttir
Hans Tómas Björnsson
Hildur Björg Ingólfsdóttir
Hjalti Már Þórisson
Hjálmar Þorsteinsson
Hrólfur Einarsson
Hrönn Garðarsdóttir
Inga Sif Ólafsdóttir
Ingólfur Rögnvaldsson
Jón Ásgeir Bjarnason
Karl Reynir Einarsson
Katrín Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Magnús Hjaltalín Jónsson
Meredith Jane Cricco
Oddur Steinarsson
Steinarr Björnsson
Sturla Björn Johnsen
Sverre Bergh
Sædís Sævarsdóttir
Torfi Þorkell Höskuldsson
Tómas Þór Ágústsson
Þórður Hjalti Þorvarðarson
Þórhildur Kristinsdóttir
Þórný Una Ólafsdóttir
Heitorð lækna
Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minnað beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizkusemi,
að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits,
að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum,
að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna