Umræða fréttir

Læknadeild um aldamót

Læknadeild um aldamót er skýrsla sem unnin var í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá því Læknaskólinn var stofnaður, en skólinn varð síðar læknadeild Háskóla Íslands. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir stöðu læknadeildarinnar í samfélaginu. Kaflar eru um þann lagaramma sem deildin starfar innan, ný reglugerð um Háskóla Íslands er kynnt og umfjöllun er um deildarfundi, samvinnu við háskólayfirvöld, byggingamál, fjármál, starfsfólk deildarinnar, alþjóðastarf og fleira. Þá er fjallað um ýmislegt er við kemur kennslumálum deildarinnar og þær breytingar sem nú eiga sér stað. Sérkaflar eru um framhaldsmenntun og vísinda- og fræðistörf. Tvö fylgirit eru prentuð með skýrslunni: Skrá yfir kennara í læknisfræði við Háskóla Íslands og yfirlit yfir greinar og bækur fastráðinna kennara útgefnar á árunum 1996-2000 og nær ritaskráin yfir liðlega helming heftisins.

Nokkur fjöldi mynda prýðir skýrsluna og í henni er að finna bæði fróðleik og forvitnilegar upplýsingar. Læknadeild um aldamót er 70 blaðsíður að lengd með fylgiritum og gefin út af Háskólaútgáfunni. Jóhann Ágúst Sigurðsson fráfarandi deildarforseti tók saman efnið.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica