Umræða fréttir

Frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Samningamál LR/TR

Á fundi með samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins þann 9. janúar gekk samninganefnd LR, undir forystu Þórðar Sverrissonar augnlæknis, frá samningum fyrir hönd sjálfstætt starfandi lækna. Megininnihald samkomulagsins er:



l Einingarverð hækkar í kr. 180 frá og með 1. janúar 2001.

lEiningafjöldi fyrir klínískar greinar verður 12.000.000 á árinu 2001.

l Gjaldliðir nokkurra sérgreina verða endurskoðaðir og samninganefnd LR mun móta persónubundnar afsláttarreglur, sem eiga að tryggja að útgjöld TR verði innan fjárlaga. Við mótun nýrra afsláttarreglna mun stjórn LR hafa samráð við sérgreinafélögin og boðað verður til félagsfundar um málið.



Tölvuföng

Til að bæta og auðvelda samskipti og tengsl félagsmanna er æskilegt að hafa tölvuföng sem flestra félaga. Þau verða einungis notuð á vegum læknasamtakanna.

Sendið svar með tölvupósti þar sem fram kemur nafn, símanúmer og staðsetning á skrifstofu læknafélaganna gunna@icemed.is

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica