10. Vísindaráðstefnan

X. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands 4. og 5. janúar 2001

Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild er nú haldin í tíunda sinn frá árinu 1981, en frá árinu 1986 hefur ráðstefnan verið haldin annað hvert ár. Ráðstefnan er haldin af læknadeild og sér Vísindanefnd læknadeildar um framkvæmd hennar.

Mikilvægasti tilgangur ráðstefnunnar er að kynna deildarmönnum þær rannsóknir sem eru í gangi í læknadeild hverju sinni. Þetta er eini innlendi vettvangurinn þar sem jafn yfirgripsmikil kynning fer fram, þótt fjölmörg tilefni gefist til slíks á sérgreinaráðstefnum, bæði innan lands og utan. Því miður eru stórar greinar læknisfræðinnar sem taka lítinn þátt í ráðstefnunni að þessu sinni, en vonandi stendur það til bóta í framtíðinni. Birna Þórðardóttir sér um framkvæmd ráðstefnunnar í annað sinn og hefur sú nýbreytni að hafa launaðan starfsmann gefist mjög vel.

Gagnrýni hefur komið fram á að halda ráðstefnuna í byrjun janúar og rætt hefur verið í Vísindanefnd að færa ráðstefnutímann til í framtíðinni, en um það hefur ekki verið tekið ákvörðun enn.

Það er meðal annars hlutverk Vísindanefndar að vinna að eflingu vísindastarfsemi í læknadeild. Þessa dagana er unnið að uppsetningu heimasíðu fyrir Vísindanefnd og stefnt verður að því að birta þar ágrip frá fyrri ráðstefnum, ef samningar nást við Læknablaðið um það efni. Einnig er fyrirhugað að birta á heimasíðunni upplýsingar um innlenda og erlenda styrki sem gætu staðið deildarmönnum til boða og fleira sem gæti komið deildarmönnum að gagni við undirbúning og framkvæmd rannsókna.

Að lokum vona ég að ráðstefnugestir hafi gagn og gaman af ráðstefnunni og ábendingar um það sem betur mætti fara eru vel þegnar að ráðstefnu lokinni.



Elías Ólafsson

formaður Vísindanefndar læknadeildarVísindanefnd læknadeildar Háskóla Íslands

Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HÍ að Keldum

Elías Ólafsson taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, formaður nefndarinnar

Jens A. Guðmundsson kvennadeild Landspítala Hringbraut

Reynir Arngrímsson læknadeild HÍ

Þorsteinn Loftsson lyfjafræðideild HÍ



Framkvæmdastjóri ráðstefnunnar

Birna Þórðardóttir



Dómnefnd

Vegna verðlauna Menntamálaráðuneytisins til ungs og efnilegs vísindamanns

Guðmundur Þorgeirsson

Helga M. Ögmundsdóttir, formaður dómnefndar

Ingileif Jónsdóttir
Til baka Senda grein



Þetta vefsvæði byggir á Eplica