Umræða fréttir

Ný stjórn í Svíþjóð

Aðalfundur FÍLÍS var haldinn 2. desember 1999 á sænska læknaþinginu (Riksstämman). Ný stjórn var kosin til tveggja ára. Stjórnina skipa Guðjón Kristjánsson formaður, Sif Ormarsdóttir gjaldkeri, Sigríður Valtýsdóttir ritari, María Gunnbjörnsdóttir og Gunnar Mýrdal meðstjórnendur. Í félaginu eru nú um það bil 150 læknar.

Félagið hyggst á komandi árum standa fyrir kynningu á sérfræðinámi og doktorsnámi í Svíþjóð, þar sem miklar breytingar hafa orðið síðastliðin 10 ár og fleiri breytingar eru á döfinni. Vonandi getum við birt greinar um þetta seinna á árinu.

Þeir sem eiga erindi við félagið geta skrifað til Guðjóns Kristjánssonar, Medicinkliniken, Akademiska Sjukhuset, 75185 Uppsala, Svíþjóð, eða sent tölvupóst: gudjon.kristjansson@ medicin.uu.se Félagið hefur einnig eigin heimasíðu með félagaskrá, tenglum, fréttum og fleiru. Veffang FÍLÍS: http://hem.passagen. se/filis/

Frétt frá Félagi Íslenskra Lækna Í Svíþjóð (FÍLÍS)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica