Umræða fréttir

Smásjáin 1

Frír aðgangur að gagnasöfnum um heilbrigðismál



Samið hefur verið um aðgang Íslendinga að ýmsum gagnasöfnum á netinu, meðal annars um heilbrigðismál. Meðal þeirra safna sem gerð hafa verið aðgengileg öllum þeim er hafa tengingu sem uppfyllir öryggiskröfur eru: ProQuest Medical Library með aðgengi að 230 tímaritum um læknisfræði, hjúkrun og lyfjafræði. Þessi grunnur var valinn besti gagnagrunnur ársins í Information Today. Ennfremur má nefna ProQuest Health með greinum úr 170 tímaritum um læknisfræði, hjúkrun, tannlækningar og stjórnum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Nánari upplýsingar er að finna á vef Menntamálaráðuneytisins: www. stjr.is/mrn





Sjúklingar nota netið

Kannanir sýna að um 60 milljónir Bandaríkjamanna (af 265 milljónum) leituðu sér upplýsinga um heilsufarsmálefni á veraldarvefnum árið 1998. Hins vegar hefur fram til þessa skort upplýsingar um á hvern hátt netið er notað í þessu skyni. Könnun var gerð meðal rúmlega 1000 göngudeildarsjúklinga á meltingarsjúkdómadeildum í Durham í Norður-Karólínu og Rockford í Illinois í ágústmánuði 1999 og þykir hún varpa nokkru ljósi á notkun sjúklinganna á veraldarvefnum. Svörun í könnuninni var mjög há, eða 92%. Meðalaldur svarenda var 53 ár, 59% svarenda voru konur og meðalsvarandi hafði eitthvert háskólanám að baki. Um helmingur svarenda hafði aðgang að netinu og af þeim fjölda notaði rétt rúmlega helmingur netið til að leita sér upplýsinga um heilbrigðismál og sjúkdóma en þar af aðeins 4% vegna þess að læknirinn þeirra hafði bent þeim á það. Þegar litið var fram á við sögðust um 60% allra sjúklinganna ætla að nota netið til að afla sér upplýsinga um heilsufarsmálefni í framtíðinni.



Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica