Umræða fréttir

Af ófrískum og getulausum

Ekki einsömul

Ung, einstæð kona, sem steig ekki í vitið, kom til læknisins. Hún var rannsökuð í þaula og þegar niðurstöðurnar lágu fyrir kallaði læknirinn í hana.

"Jæja, væna mín," sagði læknirinn, "það hefur komið á daginn að þú ert ófrísk."

"Guð minn góður," sagði konan, "ertu viss um að ég eigi barnið?"Engin lyf, takk

Maður nokkur er fluttur í skyndi á bráðamóttökuna. Hann er meðvitundarlaus og það má varla merkja að hann andi. Á meðan reynt er að blása lífi í manninn er leitað að skilríkjum í vösum hans og veski án árangurs. Loks sér sjúkraliðinn keðju um hálsinn á þeim rænulausa og á keðjunni er plata með áletruninni: "Í guðanna bænum ekki gefa mér nein lyf ef ég finnst rænulaus, því ég bara drukkinn."Gott útlit

Þórunn er ungleg, margra barna móðir á miðjum aldri. Hún hefur verið í samlagi hjá Lofti heimilislækni í áratugi og samband þeirra hefur verið einstaklega gott. Þórunn segir meira að segja að Loftur skilji sig. Hann þykir afar glöggur læknir og kann sig vel.

Dag nokkurn kom Þórunn á stofuna með minniháttar krankleika.

"Mikið lítur þú alltaf vel út, Þórunn mín," sagði Loftur.

"Jæja, er það svo? Þá ættirðu bara að sjá mig, þegar ég er frísk," sagði Þórunn og settist.Gleraugu eða ekki

Læknirinn: "Ég er hræddur um að þú þurfir gleraugu."

Sjúklingurinn: "En ég er með gleraugu."

Læknirinn: "Nú er það? Þá þarf ég gleraugu."Löng bið

Kona með flensueinkenni fór að hitta lækninn sinn. Biðstofan var full af fólki, enda hafði komið fram í viðtali við kunnan lækni á Landspítalanum í fréttatíma sjónvarpsins kvöldið áður, að "rétt væri að vera á varðbergi, því nú væru bæði inflúensa og streptokokkar í gangi". Konan las tímaritin á biðstofunni í þaula og starði þess á milli á veggina þar til röðin kom loks að henni eftir tveggja tíma bið. Hún þurfti svo að bíða í hálfa klukkustund í viðbót í skoðunarherberginu, þangað til læknirinn birtist loksins.

"Mér þykir leitt að þú skyldir þurfa að bíða svona lengi," sagði læknirinn.

"Það er svo sem allt í lagi," sagði konan, "en ég hefði bara kosið að þú hefðir getað séð einkennin hjá mér á fyrstu stigum sjúkdómsins."Úr sjúkraskrám og læknabréfum

"Ég held að hann sé að koma sér upp botnlanga og sendi hann því til nánari rannsóknar á SHR."

"Sjúklingur kom inn vegna vaxandi ógleði og uppgleði, megrunar og lítillar matarlystar."

"Það er hríðarhraglandi í Nesinu. Bóndi kemur langan veg til læknis og er slæmur í bakinu. Hefur trú á Tetracyclini og fær það."Slappur í bólinu

Náungi með risvandamál kom til læknis og bar sig illa. "Þú þarft ekki að hafa áhyggjur," sagði læknirinn. "Hefur þú ekki heyrt um nýja lyfið Viagra? Ég skrifa upp á það fyrir þig og þú fylgir bara leiðbeiningunum. Svo vil ég fá að sjá þig á stofunni eftir einn mánuð."

Maðurinn lét ekki sjá sig eins og ráðgert var, en læknirinn rakst hins vegar á hann úti á götu sex mánuðum seinna.

"Læknir minn góður," sagði maðurinn hæst ánægður, "þetta lyf sem þú gafst mér hefur gert undur og kraftaverk."

"Það gleður mig að heyra," sagði læknirinn, "hvað segir konan þín um þetta allt saman?"

"Konan mín? Það veit ég ekkert um, ég hef ekki komið heim síðan við sáumst síðast."Vonandi veikur

Veiklulegur, gamall maður kom til læknis og settist beint á skoðunarbekkinn. "Ég vona að Guð gefi að ég sé veikur," endurtók maðurinn í sífellu á meðan læknirinn var að skoða hann. Loks fékk læknirinn nóg af þessum stöðugu endurtekningum mannsins og spurði hvers vegna hann bæði þess svo heitt að hann væri veikur. "Það væri hræðilegt að vera frískur og líða jafn illa og mér líður," sagði sá gamli.Rottutal

Tvær hvítar rottur ræddu saman á rannsóknarstofu háskólasjúkrahússins, hvor í sínu búri. "Heyrðu," sagði önnur rottan, "hvernig gengur þér að eiga við Guðmund lækni?"

"Bara vel," svaraði hin. "Ég þurfti að hafa nokkuð mikið fyrir því að þjálfa manninn og það tókst að lokum. Nú kemur hann með mat handa mér í hvert skipti sem ég hringi bjöllunni."

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica