Umræða fréttir

Sjúklingatrygging lögleidd um áramótin

Alllangt er síÐan fyrstu íslensku læknarnir hófu að tryggja sig fyrir hugsanlegum skaðabótakröfum vegna mögulegs tjóns í kjölfar læknismeðferðar eða -aðgerða. Sú staðreynd hefur hins vegar aldrei farið hátt. Veturinn 1990-1991 var þessu máli fyrst hreyft á Alþingi og flutt frumvarp um sjúklingatryggingar en það varð aldrei að lögum. Á síðastliðnum vetri komst hreyfing á málið á nýjan leik. Því lyktaði með því að ný lög um sjúklingatryggingu (nr. 111, 25. maí 2000) voru sett síðastliðið vor og taka gildi 1. janúar næstkomandi. Fullkomin sátt var um lagasetninguna ef marka má umræður á Alþingi og er það ef til vill skýring þess að litlar umræður hafa verið um það síðan. Hér er þó um veigamikla breytingu að ræða fyrir þá lækna sem enn eru ótryggðir. Nú er þeim skylt að tryggja sig í starfi, nema í þeim tilvikum sem sjúkrastofnun viðkomandi ber bótaábyrgðina, samkvæmt því sem nánar er tilgreint í lögunum.

Tryggingar íslenskra lækna

,,Sennilega eru ekki nema 10 til 15 ár frá því fyrstu læknarnir hér á landi fóru að tryggja sig. Lýtalæknar hafa líklega verið fyrstir til þess enda í takt við eðli starfa þeirra. Hér á Læknasetrinu tókum við alhliða tryggingu fyrir að minnsta kosti átta árum svo breytingin fyrir okkur verður lítil.

Áhættan er mismikil eftir greinum

,,Í Bandaríkjunum eru það þrjár sérgreinar innan læknisfræðinnar sem bera hæstu iðgjöldin. Taugaskurðlækningar, lýtalækningar og bæklunarlækningar. Tryggingaiðgjöld sem læknar í þessum sérgreinum greiða þar í landi eru geigvænlega há. Bráðamóttaka er líka í eðli sínu áhættusöm starfsemi. Ég starfaði í 15 ár með Læknavaktinni og var oft skíthræddur í lok vaktar hvort mér hefði yfirsést eitthvað, til dæmis heilahimnubólga, sem getur þýtt dauðann sé sá sjúkdómur ekki greindur í tæka tíð. Við þurftum hver fyrir sig að skoða allt að 25 manns á átta tímum og það gefur auga leið að slíkt er áhættusamt. En það er rétt að taka fram að aðstaðan hefur batnað verulega síðan þá."

Fróðlegt verður að sjá tilboð

tryggingafélaganna

Hvernig verður tryggingum best fyrir komið þegar lögin taka gildi?

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica