Fræðigreinar

Heiðursdoktor í barna- og unglingageðlækningum

Þann 15. september 2003 var Helga Hannesdóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild Turkuháskóla í Finnlandi. Doktorsritgerð Helgu ber heitið "Studies on child and adolescent mental health in Iceland" en ritgerðin var varin þann 22. febrúar 2002 við Turkuháskóla. Ritgerð Helgu var einnig valin besta doktorsritgerð ársins 2002 við Læknadeild Turkuháskóla.

Sérstök nefnd finnskra alþingismanna og deildarráðs læknadeildar Turkuháskóla (Turku Alumni Medicinae Aboenses) standa árlega að þessari útnefningu. Heiðraðir eru þeir sem hafa skrifað bestu doktorsritgerðirnar á hverju ári og efnir háskólinn af þessu tilefni til sérstakrar athafnar og er blaðamönnum boðið að vera viðstaddir hvaðanæva að frá Finnlandi. Eftir athöfnina er blaðamannafundur og rætt við þá sem voru útnefndir heiðursdoktorar.

Við læknadeild Turkuháskóla voru varðar 97 doktorsritgerðir á árunum 2001-2002 og af þeim voru sjö ritgerðir valdar til heiðursdoktorsútnefningar. Doktorsritgerð Helgu var sú eina sem var valin á sviði geðlækninga.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica