05. tbl. 111. árg. 2025

Umræða og fréttir

Sameiginlegt Vísindaþing 2025

Föstudaginn 4. apríl var haldið sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands, Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Fagráðs hjúkrunar aðgerðarsjúklinga og Fagdeilda skurðhjúkrunarfræðinga, svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Þingið var haldið á hótel Hilton og var metþátttaka, en tæplega 400 manns skráðu sig til leiks.

Í sameiginlegri málstofu var fjallað um lyfja- og skurðmeðferð við offitu og þær áskoranir sem skurðmeðferð sjúklinga með offitu getur valdið. Í málstofum félaganna var fjallað um fjölbreytt vandamál: áhrif offitu á svæfingar, slysaskurðlækningar í víðu samhengi og ýmis lögfræðileg og siðfræðileg álitaefni tengd þungunarrofi. Bæklunarlæknar voru með málstofu þar sem einnig kenndi ýmissa grasa, meðal annars var fjallað um endurhæfingu og íþróttaáverka. Sextán veggspjöld voru kynnt. Vísindaerindi voru alls 24 og spönnuðu vítt svið allra sérgreina. Sex erindi voru valin á sér-staka verðlaunamálstofu og voru viðurkenningar veittar fyrir þrjú bestu erindin að mati dómnefndar. Hjalti Dagur Hjaltason hlaut þriðja sæti með erindi sitt „Samtenging garnar innan eða utan kviðarhols við hægra ristilbrottnám í kviðsjá“, Hafþór Sigurðsson var í öðru sæti með erindi sitt „Útkoma axlarskipta á Íslandi metin með Oxford Shoulder Score. Fyrstu niðurstöður úr framskyggnri, rafrænni skráningu“. Fyrsta sætið hreppti Brynhildur Tinna Birgisdóttir með erindi sitt „Breytingar í skammtímabreytileika fósturhjartsláttar til greiningar á líknarbelgssýkingu: afturskyggn ferilrannsókn“. Að lokinni dagskrá gerðu ráðstefnugestir sér glaðan dag til að fagna góðri ráðstefnu og uppskeru vísindavinnu.

 

Fyrirlesarar þingsins, frá vinstri talið Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir, Guðrún Þuríður Höskuldsdôttir, yfirlæknir og Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun. Á myndina vantar Gunnar Auðólfsson, lýtalækni. Mynd aðsend.

Á myndinni frá vinstri eru Hjalti Dagur Hjaltason, Hafþór Sigurðsson, Hanna María Geirdal, Rakel Hekla Sigurðardóttir, Hjalti Reykjdal Snorrason og Brynhildur Tinna Birgisdóttir.

 

Veitt voru verðlaun fyrir bestu vísindaerindin. Frá vinstri talið eru Jóhanna Gunnarsdóttir, fulltrúi félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Katrín María Þormar, formaður svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands, Hafþór Sigurðsson, Brynhildur Tinna Birgisdóttir, Hjalti Dagur Hjaltason og Elsa Valsdóttir, formaður skurðlæknafélags íslands.

 

 

Hluti fyrirlesara þingsins, frá vinstri talið Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir, Guðrún Þuríður Höskuldsdôttir, yfirlæknir og Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun. Á myndina vantar Gunnar Auðólfsson, lýtalækni. Myndir aðsendar.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica