Fylgirit 118 - þing Geðlæknafélags Íslands 2023

Dagskrá þingsins

Dagskrá Vísindaþings Geðlæknafélags Íslands

Laugardagur 11. nóvember 2023

 

 

10:00 Mæting á Fosshótel Stykkishólmi

10:00-10:20 kaffi

10:20 Setning þings. Ávarp Karls Reynis Einarssonar, formanns geðlæknafélags Íslands.

Geðrof, maníur og klíníkur

Fundarstjóri Guðrún Dóra Bjarnadóttir

10:30-10:50 Engilbert Sigurðsson, geðlæknir. „Nýir áhættuþættir geðrofs, örlyndis og efnaskiptavillu.“

10:50-11:10 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, læknanemi. „Geðrof og maníur hjá einstaklingum á ADHD lyfjum á Íslandi.“

11:10-11:25 Hlynur Jónasson, IPS ráðgjafi. „Er hægt að koma fólki með geðrofssjúkdóm á vinnumarkað?“

11:25-11:40 Halldóra Jónsdóttir, geðlæknir. „Clozapine.“

11:40-11:55 Rannveig Þöll, hjúkrunarfræðingur. „Clozapine klíník.“

11:55-12:15 Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir, læknir. „20 ára reynsla af lyfjameðferð við ópíóðafíkn (LOF) á Íslandi.“

12:15-13:15 hádegisverður

Gestafyrirlestur í boði Janssen

Fundarstjóri Halldóra Jónsdóttir

13:15-14:00 Andreas Reif, geðlæknir. „New treatment options in TRD – hope or hype?“

14:00-14:10 kaffi

Lyndisraskanir

Fundarstjóri Magnús Haraldsson

14:10-14:25 Elín María Árnadóttir, læknanemi. „Endurtekin segulörvun á heila við meðferðarþráu þunglyndi.“

14:25-14:40 Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Þróun depurðar og kvíða íslenskra grunnskólabarna og tengsl við ýmsa áhættu- og farsældarþætti.“

14:40-15:00 Högni Óskarsson, geðlæknir. „Sjálfsvíg á Íslandi á tímum COVID-19.“

15:00-15:20 Gísli Gíslason, læknir. „Langvinnur nýrnasjúkdómur í tengslum við notkun litíums á Íslandi.“

15:20-15:40 kaffi

Geðrofssjúkdómar og geðrofslyf

Fundarstjóri Erna Hinriksdóttir

15:40-16:15 Oddný Ómarsdóttir, læknir og Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, læknir. „Tilfelli af geðgjörgæslu.“

16:15-16:35 Eyrún Thorstensen, hjúkrunarfræðingur. „Nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum Landspítalans árin 2014-2018“

16:35-16:50 Freyja Jónsdóttir, lyfjafræðingur. „Algengi og nýgengi notkunar geðrofslyfja hjá sjúklingum sem leggjast inn á lyflækningadeildir Landspítala og tengsl við fjöllyfjanotkun.“

16:50-17:10 kaffi

Vímuefni

Fundarstjóri Guðrún Dóra Bjarnadóttir

17:10-17:25 Engilbert Sigurðsson, geðlæknir. „MDMA sem þáttur í meðferð áfallastreituröskunar.“

17:25-17:45 Adam Erik Bauer, náttúrufræðingur. „Íslendingar undir áhrifum amfetamíns – lyf eða lögbrot?“

17:45-18:00 Hjördís Tinna Pálmadóttir, læknanemi. „Vímuefnaneysla í æð: Rannsókn á notuðum sprautunálum í Reykjavík.“

Vísindadagskrá slitið kl. 18:00. Happy hour frá 18:00-19:00

Hátíðarkvöldverður á Fosshótel Stykkishólmi hefst kl. 19:00

Veislustjóri Páll Matthíasson

 




Þetta vefsvæði byggir á Eplica