Fylgirit 111 - Vísindi á vordögum 2022

Dagskrá Vísinda á vordögum 4. maí 2022

Hringsalur, Landspítala Hringbraut og í beinu streymi kl. 12:00-15:00

12:00 Setning hátíðar

Ávarp: Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

12:10 Heiðursvísindamaður Landspítala 2022

Kynning: Ingibjörg Gunnarsdóttir deildarstjóri og prófessor, formaður ad hoc nefndar Vísindaráðs Landspítala.

Heiðursvísindamaður Landspítala heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar.

12:45 Birtingarsjóður Landspítala

Kynning: fundarstjóri fh. stjórnar Birtingarsjóðs.

Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir og Magnús Gottfreðsson yfirlæknir og prófessor kynna birtar rannsóknir sínar.

13:00 Afhending verðlauna fyrir veggspjöld

Fundarstjóri kynnir verðlaunahafa 2022.

13:10 Kaffihlé og veggspjaldakynning

13:45 Styrkveiting Minningagjafasjóðs Landspítala Íslands

Afhending verðlaunastyrkja: fulltrúi stjórnar Minningagjafasjóðs.

Kynning rannsókna verðlaunastyrkhafa.

14:00 Ungur vísindamaður Landspítala

Kynning: Sigurbergur Kárason, yfirlæknir og prófessor, formaður ad hoc nefndar Vísindaráðs Landspítala.

Ungur vísindamaður Landspítala heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar.

14:20 Styrkafhendingar úr Vísindasjóði Landspítala

Kynnir: Rósa Björk Barkardóttir formaður Vísindaráðs.

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala og stjórnarformaður Vísindasjóðs afhendir styrki formlega.

14:40 Myndataka

Fundarstjóri – Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica