Ágrip veggspjalda

Ágrip veggspjalda


V-01   Framsýn gæðarannsóknátíðni skurðsýkinga eftir opnar hjartaaðgerðir

Helga Hallgrímsdóttir1, Áshildur Kristjánsdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2

1Skurðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:  Skurðsýkingar eru á meðal algengustu fylgikvilla opinna hjartaaðgerða. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta tíðni þessara sýkinga, bæði í bringubeinsskurði og á ganglimum eftir bláæðatöku.

Efniviður og aðferði: Framsýn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir opna hjartaaðgerð á Landspítala frá sept. – des. 2012. Skurðsár voru metin á 2., 4. og 6.-7. degi eftir aðgerð en einnig var hringt í alla sjúklinga mánuði frá aðgerð. Skurð­sýking var metin samkvæmt skilgreiningu CDC. Þátttakendur voru 52 (45 karlar), meðalaldur var 65 ár og meðal líkamsþyngdarstuðull 29 kg/m2. Flestir gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (56%, einn á sláandi hjarta), ósæðalokuskipti (17%) eða báðar aðgerðirnar saman (8%(.

Niðurstöður: Tveir sjúklingar af 52 greindust með skurðsýkingu (3,8%), annar í bringubeinsskurði (1,9%) og hinn eftir bláæðatöku (3,1%). Í báðum tilvikum var um yfirborðssýkingu að ræða og greindust þær á 11. og 12. degi frá aðgerð, en báðir sjúklingarnir voru þá komnir heim. Engin djúp sýking greindist í bringubeinsskurði. Meðal aðgerðartími var 252 mín. (bil: 133-715), tími á hjarta- og lungnavél 124 mín. og tangartími 78 mín. Bláæðataka tók að meðaltali 62 mín. (bil: 19-228). Legutími eftir skurðaðgerð var að meðaltali 13 dagar, en tæplega helmingur sjúklinga lá inni fyrir skurðaðgerð, eða í 4 daga að meðaltali.

Ályktun: Á þessu þriggja mánaða tímabili reyndist tíðni sýkinga í bringubeins- og bláæðatökuskurði lág og mun lægri en í tveimur öðrum framsýnum rannsóknum sem gerðar voru á Landspítala árin 2007 og 2008-2009, en þá var heildartíðni skurðsýkinga tæp 13%.

V-02  Ungur maður með próteinútfellingar í lungum – sjúkratilfelli

Ragnheiður M. Jóhannesdóttir1, Eyþór Björnsson2, Hrönn Harðardóttir2,4, Felix Valsson3, Tómas Guðbjartsson1,4

1Hjarta- og lungnakurðdeild, 2lungnadeild og 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. 4Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:Próteinútfellingar í lungum (pul­monary alveolar proteinosis, PAP) er sjaldgæfur lungnasjúkdómur (nýgengi í kringum 0,4/milljón) þar sem uppsöfnun verður á seyti (surfactant) frá þekjufrumum í lungnablöðrum. Í 90% tilvika er talið að PAP sé sjálfsónæmissjúkdómur af óþekktum orsökum þar sem mótefni myndast gegn granulocyte-macrophage ­colony-stimulating-factor (GM-CSF). Þetta letur átfrumur í lungnablöðrum og veldur uppsöfunun á próteinum og lungnabjúg. Hér er fyrsta tilfellinu á Íslandi lýst.

Tilfelli: Rúmlegaþrítugur maður leitaðiáLandspítala vegna nokkurra mánaða sögu um vaxandi mæði viðáreynslu, hósta, slímkenndan uppgang, megrun og hitavellu. Lungnamynd sýndi dreifðaríferðiríbáðum lungum. Viðberkjuspeglun voru tekin vefjasýni sem sýndu PAP..Ákveðiðvar aðbeita lungnaskolunísvæfinguþar sem annaðlungaðíeinu var skolaðmeðsaltvatni. Dagana fyrir skolun mettaði sjúklingurinn 94-98% á 8-12L af súrefni og var öndunartíðni í kringum 30/mínútu. Byrjað var á því að skola vinstra lungað með 15L og tveimur vikum síðar var hægra lungað skolað tvívegis, fyrst með 5L og í seinna skiptið með 18L. Átta mánuðum eftir skolunina er sjúklingurinn mun betri af öndunarfæraeinkennum og FEV1 hefur hækkað úr 59% af spáðu gildi í90%, og FVC úr 67% af spáðu gildi í 96%.

Umræða:  Þetta sjaldgæfa tilfelli af PAP sýnir góðanárangur af lungnaskolun. Mikilvægt er að hafa sjúkdóminníhuga hjásjúklingum meðóútskýrðaríferðiríbáðum lungum.

 

V-03   Gervirif notað við brottnám á Ewingssarkmeini í brjóstkassa

Bjarni Torfason1,5, Halldór Jónsson jr2,5, Hildur Einarsdóttir3, Helgi Sigurðsson4,5

1Hjarta- og lungnakurðdeild, 2bæklunarskurðdeild, 3myndgreingardeild og 4krabbameinslækningadeild Landspítala. 5Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:Ewings-sarkmein(ES) er illkynja stoðkerfisæxli hjá börnum og unglingum. Um 15% þeirraeru upprunin í brjóstvegg/rifi og eru horfur þábetri. Einkenni eru brjóst- eða takverkur og hósti ogoft þreifast fyrirferð. Samþætt krabbameinslyfjameðferð og algert brottnám með skurðaðgerð hefur bætt lifun. Við brottnám á brjóstvegg hefur verið notað Gore® -Dualmesh®. Tilkoma gervirifja fyrir flekabrjóst og vangróanda á rifbrotum hefur gefið von til að viðhalda betri starfsemi brjóstkassans í kjölfar aðgerðar.

Tilfelli:Tvítug stúlka leitaði á bráðamóttöku Landspítala íjúní2012 vegna bakverkja sem leiddu undir vinstra brjóst og vinstri öxl. Ekki var saga um áverka. Lungnamynd sýndi vökvasamsöfnun í fleiðruholi. Vegna versnandi verkja var tekin ný lungnamynd í október sem sýndi tilkomu fyrirferðar fyrir miðju vinstra lunga. Á tölvusneiðmynd og segulómrannsókn sást 8x5cm stórt æxli milli rifja 5 til 9. Nálarsýni staðfesti ES. Stigun sýndi enga útbreiðslu. Eftir fjóra lyfjakúra minnkaði æxlið um 85%. Sautján dögum síðar var gert brottnám á æxlisrestinni ásamt 3ja sentimetra umhverfi þess; 8. rif var fjarlægt íheild sinni og hlutar af 6., 7. og 9. rifi. Enduruppbygging var gerð með Gore®-Dualmesh® auk þriggja Synthes-gervirifja®. Stúlkan útskrifaðist 10 dögum síðar.

Ályktanir: Snemmgreining Ewing-sarkmeins eins og í þessu tilfelli er lærdómsrík fyrir lækna. Við enduruppbyggingu á stórum líkamshlutum eins og brjóstkassa er nauðsynlegt að geta viðhaldið bæði útliti og sem fullkomnustu starfsemi upp á framtíðar lífsgæði. Notkun okkarágervirifjumífyrsta sinnáÍslandi reyndist vel. Útlit og starfsemi brjóstveggjarins hélst sem næstóbreytt eins og staðfestistískjótum bata og stuttri sjúkrahússvist.

 

 

V-04   Kona með kyngingarörðuleika vegna góðkynja sléttvöðvaæxlis í vélinda

Helena  Árnadóttir1, Hallgrímur Guðjónsson2, Sigurður Blöndal3, Tómas Guðbjartsson1,4

Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2meltingarsjúkdóma­deild 3almenn skurðdeild. 4Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:Æxli í vélinda eru oftast illkynja vélindakrabbamein. Hér er lýst sjaldgæfu góðkynja æxli í vélinda sem reyndist sléttvöðvaæxli (leiomyoma).

Sjúkratilfelli: Rúmlegaþrítugáður hraust kona leitaðitil meltingasérfræðings vegna margra ára sögu um vaxandi kyngingarörðuleika og brjóstverkja. Viðmagaspeglun sást innbunguníannars eðlilega vélindaslímhúð. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sýndi vel afmarkaða 4x2 cm stóra fyrirferð fyrir miðju miðmæti. Tekin voru tvösýniúræxlinu meðvélindaómun sem ekkigáfunákvæma greiningu. Segulómun af brjóstholi nokkrum mánuðum síðar sýndi stækkandi fyrirferð(5,5x2,6 cm). Æxlið var fjarlægt í gegnum hægri brjóstholsskurð og tókst að skræla það úr vélindaveggnum án þess að opna hol vélindans. Lekapróf í aðgerð og 4 dögum síðar sýndi engin merki um leka og var hún útskrifuð viku frá aðgerð við góða líðan. Vefjaskoðun sýndi vel afmarkað góðkynja sléttvöðvaæxli. Hálfu ári frá aðgerð er konan með væga kyngingarörðugleika og nýleg magaspeglun sýnir engin þrengsli í vélindanu.

Umræða: Góðkynjaæxliívélinda eru sjaldgæf, eðainnan við1% aföllumæxlumívélinda og erutveir þriðju þeirra sléttvöðvaæxli. Þau eru oftast staðsett í mið- eða neðri helmingi vélindans, vaxa yfirleitt út frá ytra vöðvalagi vélindans og ná ekki í gengum slímubeðinn. Sléttvöðvaæxli greinast oftast um miðjan aldur og eru örlítið algengari hjá körlum en konum. Oftast vaxa þau hægt og algengt er að þau greinist fyrir tilviljun eða vegna einkenna eins og kyngingarörðuleika, brjóstverkja eða öndunarfæraeinkenna. Stór sléttvöðvaæxli (>2cm) er talið rétt að fjarlægja með skurðaðgerð eins og gert var í þessu tilfelli.

 

V-05   Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli

Anna K. Höskuldsdóttir1, Hallgrímur Guðjónsson2, Höskuldur Kristvinsson2, Tómas Guð­bjartsson1,3

1Skurðlækningasvið og 2meltinarsjúkdómadeild Landspítala. 3Læknadeild Háskóla Íslands.

Inngangur:Algengustu fyrirferðir í miðmæti eru æxli í hóstarkirtli, eitilfrumukrabbamein og taugafrumuæxli. Sjaldséðari eru ýmiss konar blöðrur sem oftast eru góðkynja. Hér er lýst fyrsta íslenska tifellinu af stórri kalkirtlablöðru í miðmæti.

Tilfelli: Áður heilsuhraust kona um sextugt leitaði læknis vegna vaxandi kyngingaróþæginda. Gerð var vélinda- og magaspeglun sem sýndi þrenginguívélinda vegna utanaðkomandi þrýstings. Átölvu­sneiðmynd kom í ljós 5,7x5,3 cm blaðra ofarlega í framanverðu miðmæti sem á segulómskoðun var vel afmörkuð og þrýsti á barka og vélinda. Í gegnum skurð neðarlega á hálsi tókst að fjar­lægja blöðruna í heild sinni og var konan útskrifuð daginn eftir. Vefjagreining sýndi að um góðkynja kalkkirtlablöðru var að ræða, en S-Ca var eðlilegt fyrir aðgerð. Þremur mánuðum frá aðgerð er hún við góða líðan og S-Ca og S-PTH eðlileg.

Umræður:Kalkkirtlablöðrur í miðmæti eru afar sjaldgæfar en innan við 100 tilfellum hefur verið lýst. Ef um starfhæfa blöðru er að ræða geta komið fram einkenni kalkvakaóhófs. Langoftast er þóum einkennalausa fyrirferð að ræða og S-Ca og S-PTH eðlileg, eins og sást í þessu tilfelli. Mælt er með því að fjarlægja fyrirferðina en árangur skurðaðgerðar er oftast ágætur.

 

V-06   Framsýn samanburðarrannsókn á kjarnhita sjúklinga fyrir skurðaðgerð,  í aðgerð  og á vöknun

Margrét Felixdóttir1, Gísli Vigfússon1, Þórunn Kjartansdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2.

1Skurðlækningasviði Landspítala 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Meira en 1°C lækkun á kjarnhita getur aukið tíðni fylgikvilla. Tilgangur rannsóknar­innar var að meta verklag við hitagæslu sjúklinga í kringum aðgerðir og kanna hvort virkri hitun sjúklinga hefði verið beitt  í aðgerð.

Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á 101 sjúklingi (58 konur) sem gengust undir 67 lokaðar aðgerðir með kviðsjá og 34 opnar kviðar- eða brjóstholsaðgerðir. Meðalaðgerðartími við opnar aðgerðir var 138 mín. og meðalsvæfingatími 184 mín., en 70 mín. og 100 mín. við lokaðar aðgerðir. Hiti sjúklinga var mældur með eyrnamæli á móttöku (við komu og ef sjúklingar dvöldu þar lengur en 30 mín.) og á vöknun (við komu og við útskrift) en með vélindamæli á skurðstofu (við upphaf svæfingar og síðan á 15. mín fresti í fimm skipti auk við lok aðgerðar). Jafnframt var mældur umhverfishiti á sömu tímapunktum og notkun virkrar hitunar skráð.

Niðurstöður: Hiti sjúklinga við komu á móttöku var tæplega 36°C, en hækkaði í 36,5°C ef þeir þurftu að bíða þar meira en 30 mín. Kjarnahiti sjúklinga í aðgerð lækkaði lítilega,(0,15°C) líkt og umhverfis­hiti á skurðstofu (0,25°C). Eyrnahiti sjúklinga við komu á vöknun var 35,8°C og hafði hækkað í 36,2°C við útskrift. Virk hitun með hitablásara var notuð í 18 tifellum og hitapoki í 11 aðgerðum

Ályktun: Kjarnhiti, líkt og umhverfishiti, lækkuðu lítið í skurðaðgerðum. Á undirbúningsherbergi og vöknun hækkaði kjarnhiti sjúklinga á sama tíma og umhverfishiti hélst stöðugur. Skýringin er sennilega sú að sjúklingarnir komu úr kaldara umhverfi (deild/móttaka) og var veitt virk hitun á þessum deildum. Verklag við hitun aðgerðarsjúklinga virðist í góðu lagi á Landspítala.

 

V-07   Rof á risablöðru í lunga sem orsök heilaæðaáfalls

Jóhanna F. Guðmundsdóttir1, Björn L. Þórarinsson2, Gunnar Mýrdal1, Pétur Hannesson3, Tómas Guðbjartsson1,4

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2taugalækningadeild, 3röntgendeild Landspítala. 4Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:Risablöðrur (giant bullae) í lungum taka til rúmlega þriðjungs lungans. Þær greinast oftast í reykingamönnum og geta valdið loftbrjósti en einnig blæðingum og lungnasýkingum. Hér er lýst stóru heilaáfalli (stroke) vegna stíflu í heilaæðum sem sennilega má rekja til loftreks (emboli) eftir rof á risablöðru.

Tilfelli: Tæplega sextugur karlmaður, sem aldrei hafði reykt, fékk skyndilega málstol og hægri helftarlömun ímillilandaflugi yfirÍslandi. Lent var meðsjúklinginníKeflavík. ViðkomuáLandspítala kvartaðihann um takverkívinstra brjóstholi. Tölvusneiðmynd af heila sýndi ekki blæðingu, en hins vegar sást ferskt drep og teikn um loftbólur íheilaánæringarsvæðia. cerebri media sin. Á lungnamynd sást greinilega loftbrjóst vinstra megin. Strax var gefin segaleysandi meðferðánþess aðhelftareinkenni gengju tilbaka. Daginn eftir var komið fyrir brjóstholskera og stöðvaðist loftleki ánokkrum dögum. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sýndi 15x13 cm risablöðru, auk minni blaðraíefra blaðivinstra lunga. Honum var ekki treyst íflug og varþvíákveðiðfjarlægja blöðrurnar meðblaðnámi, rúmum mánuðifráinnlögn. Vefjagreining sýndi þykkveggja góðkynja blöðru auk lungnaþembubreytinga. Hann var útskrifaður 2 vikum síðar og flaug aftur til Bretlands. Þar er hanníendurhæfingu vegna helftarlömunar en er ánlungnaeinkenna.

Umræða:Risablöðrur í lungum eru sjaldgæfar, sérstaklega hjá sjúklingum sem aldrei hafa reykt. Afar sjaldgæft er að þær valdi loftreki og heilaáfalli, þótt nokkrum slíkum tilfellum hafi verið lýst, m.a. einu eftir flugtak.

 

V-08   Kerfisbólga og hjarta- og æðasjúkdómar í langvinnri lungnateppu

ÓlöfBirna Margrétardóttir1, Thor Aspelund1,2, Vilmundur Guðnason1,2, Gunnar Guðmundsson1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Hjartavernd, 3Lungnadeild Landspítala

Inngangur: Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur sjúkdómur sem veldur sjúkdómsbyrði og dauðsföllum. Hjarta- og æðasjúkdómar valda dauðsföllum í LLT og kerfisbólga finnst einnig í LLT sem bendir til þess að um kerfissjúkdóm sé að ræða. Takmörkuð vitneskja er um hjarta- og æðasjúkdóma í LLT en rannsóknir benda til þess að þeir séu algengir.

Efniviður og aðferðir: Fundnir voru einstaklingar með LLT í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES). Rannsóknarhópnum var skipt í fernt; þeir sem höfðu aldrei reykt og með eðlilegt blásturspróf (EB-AR), reykingafólk með eðlilegt blásturspróf (EB-R), einstaklingar sem höfðu aldrei reykt og með óeðlilegt blásturspróf (ÓB-AR) og reykingafólk með óeðlilegt blásturspróf (ÓB-R). Bólguboðefni (C-reactive protein (CRP), interleukin-6 (IL-6), hvít blóðkorn) voru mæld. Tilvist smá- og stóræðasjúkdóms var metin.

Niðurstöður:ÓB-R hópurinn var með hæstu gildin af CRP og hvítum blóðkornum. Niðurstaðan var marktæk þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og líkamsþyngdarstuðli (LÞS). ÓB-R hópurinn var með mesta kalkið í kransæðum og ósæð. Þetta reyndist marktækt þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og fyrri sögu um hjartatengdan atburð. Mælingar á þykkt og skellum í hálsslagæð gáfu svipaðar niðurstöður sem voru marktækar þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og notkun blóðfitulækkandi lyfja. Það reyndist vera marktækur munur á breytingum á hvítaefni við heilahólf (periventricular white matter lesions (PVscore)). Aðrar mælingar á æðum í heila (merki um smáblæðingar eða blóðþurrð) voru ekki marktækar.

Ályktanir: Reykingamenn með LLT voru með meiri kerfisbólgu. Æðabreytingar sáust í brjóstholi en ekki í heila sem bendir til þess að LLT hafi helst áhrif á æðakerfið í nágrenni lungnanna.

 

V-09  Kynning á framsýnni rannsókn á starfrænum áhrifum og ánægju með meðferð við notkun bakbreiðivöðva ásamt ofanáliggjandi húð og fitu (E-LDF) í brjóstauppbyggingum á Landspítala

Halldóra Eyjólfsdóttir1, Brynja Haraldsdóttir1, María Ragnarsdóttir1, Kristján S. Ásgeirsson2,3

1Endurhæfingadeild og 2skurðsviði Landspítala. 3Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:Aukning er á tíðni brjóstauppbygginga á Landspítala, einkum í tafarlausum tilgangi. Í um fjórðungi tilfella er bakbreiðivöðvinn, ásamt ofanáliggjandi húð og fitu (E-LDF), notaður í stað ígræðis. Framsýn rannsókn á sjúklingum þar sem E-LDF var notaður til brjóstauppbygginga á Landspítala hófst 2012 til að kanna áhrif á stoðkerfið og ánægju sjúklinga með útlitslega útkomu

Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á sjúklingum sem hafa farið í brjóstauppbyggingu með E-LDF, annað hvort í tafarlausum tilgangi eða síðbúnum. Stefnt er að 15 sjúklingum í rannsóknina og hafa nú 13 samþykkt þáttöku. Sjúkraþjálfari mælir fyrir aðgerð, 1, 6 og 12 mánuðum eftir aðgerð. Mældir eru liðferlar axlaliða með liðmæli, vöðvastyrkur í hreyfiferli m. latissimus dorsi með kraftmæli, stöðu herðablaðs með málbandi, hliðarbeygjur hryggjar með Spinal Mouse og öndunarhreyfingar með ÖHM-Andra. Ánægja með útlit brjósts var metið á kvarðanum 0-10.

Niðurstöður: 6 konur hafa verið mældar, 1 og 6 mánuði eftir aðgerð. Meðalaldur þeirra var 52 ±13 ár, allar rétthentar, ein skorin hægra megin en 5 vinstra megin. Fyrir aðgerð var vöðvastyrkur jafn hægra og vinstra megin, en 1 mánuði eftir aðgerð var vöðvastyrkur að meðaltali 2,3 kg minni skurðarmegin, og 1,64 kg minni eftir 6 mánuði. Staða herðablaðs breyttist lítillega hjá sumum. Hliðarbeygjur voru minni eftir aðgerð; að meðaltali 6,4±5,2 gráður til vinstri og 5,4±10,3 gráður til hægri. Þrjár konur voru með skerta beygju í öxl skurðhliðar. Ánægja með útlitsútkomu var aðmeðaltali 9,33.

Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til að starfræn skerðing eftir brjóstauppbyggingar með E-LDF sé nokkur einum mánuði eftir aðgerð en batnar við 6 mánuði. Ánægja með útlitslega útkomu er mikil.

 

V-10   Skurðaðgerð á stúlku með vangreint Klippel-Feil heilkenni 

Elías S. Eyþórsson1, Halldór Jónsson jr1,2, Ingvar H. Ólafsson1,3 

1Læknadeild Háskóla Íslands. 2Bæklunarskurðdeild og 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala

Inngangur: Klippel-Feil heilkenni (Klippel-Feil syndrome, KFS) er meðfædd aflögunákúpubotni og hálshryggjarmótum. Klassísk einkennaþrenna er stuttur háls, lágstæðhárlína og takmörkuðhreyfigetaíhálshrygg. Stundum er einnig til staðar hryggskekkja og Sprengel's-vansköpun, sem er hástæðlega herðablaðaog gallaráheyrna- og sjónkerfum.

Tilfelli: 12 ára gömul stúlka leitaðitil læknis vegna kyngingarvandamála sem lýstu sér þannig aðfæðan virtist festast viðkyngingu. Einnig kvartaðihúnum raddbreytingar og vaxandi erfiðleika með orðamyndun. Áður hafðihúnleitaðtil læknis vegna verkjaíherðum. Viðskoðun var háls stuttur og aftanverð hárlína lágstæðauk töluverðrar hreyfiskerðingar íhálshrygg. Heilsufarssaga var fjölþætt með innanbastsblæðingu og flog eftir fæðingu, vaxtarhormónaskorts viðtveggjaára aldur og heyrnaskerðingu. Segulómun sýndi mænugatshaul og holmænu. Átölvusneiðmynd sást samruni milli mænubrekku og fyrsta hálshryggjarliðar og standliður (dens) gekk inn í mænugat. Einnig var samruni á öðrum og þriðja hálshryggjarlið. Hún var því greind með KFS. Vegna vaxandi einkenna var talið nauðsynlegt að gera fargléttingu á kúpuopi og efri hálshrygg og spengingu þar í milli. Röntgenmynd staðfesti góða afstöðu milli höfuðkúpu og hálshryggjar. Segulómun þremur mánuðum síðar sýndi minnkandi holmænu. Kynging varð betri og talvandamál hafa gengið til baka.

Umræða: Sjúkratilfelli okkar sýnir dæmigerða birtinguáKFS. Stúlkan hafðiáður leitaðábráðamóttöku meðhálsverki og hreyfiskerðingu ánþess aðgrunur lékiáKFS. Röntgenmynd var lýst sem eðlilegri. Hún varþvísend heim meðvöðvabólgugreiningu og verkjalyf og ráðlögð sjúkraþjálfun. Þrátt fyrir aðKFS sésjaldgæft heilkenni er mikilvægt að þekkja slíkanútlitsgalla.

V-11  Faraldsfræði og horfur gallvegakrabbameina á Íslandi 1986-2009

Gunnar Júlíusson1, Sara Jónsdóttir2, Henrik Garcia2, Jón Ö. Kristinsson2, Jón Gunnlaugur G. Jónasson1,3, Páll Möller,1,4, Einar S. Björnsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands,  2Lyflækningasvið, 3meinafræðadeild og 4skurðlækningasvið Landspítala

Inngangur:Gallvegakrabbamein eru sjaldgæf og fáar lýðgrundaðar faraldsfræðirannsóknir hafa birst. Faraldsfræði gallvegakrabbameina á Íslandi hefur aldrei verið lýst.

Aðferðir:Rannsóknin tók til allra sjúklinga sem greindust með innan- og utanlifrargallvegakrabbamein, gallblöðrukrabbamein og krabbamein í ampulla Vateri á Íslandi 1986-2009. Sjúklingar voru fundnir í gegnum Krabbameinsskrá Íslands og upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám. Rannsóknartímabilinu var skipt í tvö undirtímabil A (1986-1997) og B (1998-2009).

Niðurstöður: Á öllu tímabilinu greindust 203 sjúklingar með gallvegakrabbamein. Greiningar staðfestar með vefjasýni voru 70% fyrir innan- og utanlifrargallvegamein, 94% fyrir gallblöðrumein og 91% fyrir mein í ampulla Vateri. Tveggja ára lifun krabbameina án vefjafræðigreininga var 0%. Konur voru 55% allra sjúklinga en 79% gallblöðrukrabbameinssjúklinga. Nýgengi innanlifrargallvegameina jókst úr 0,2 í 0,7/100.000 milli tímabilia A og B (p<0,01). Nýgengi gallblöðrumeina lækkaði úr 1,2 í 0,7/100.000 milli tímabilia A og B (p<0,01). Ekki var marktækur munur á nýgengi annarra gallvegameina. Nýgengi utanlifrargallvegameina á tímabili B var 1,0/100.000 og ampulla Vateri meina 1,1/100.000. Fimm ára heildarlifun hjá sjúklingum með innanlifrargallvegameina var 0% á tímabili A samanborið við 8% á tímabili B, 0% sbr. 7% fyrir utanlifrar gallvegamein, 19% sbr. 13% fyrir gallblöðrumein  og 24% sbr. 30 fyrir mein í ampulla Vateri (p>0,1). Heildarfjöldi gallblöðrutaka á Íslandi jókst úr 30/100.000 á tímabili A í 70/100.000 á tímabili B (p<0,001).

Ályktun: Í þessari lýðgrundu rannsókn jókst nýgengi innanlifrargallvegameina en nýgengi gallblöðrukrabbameina lækkaði. Gallblöðrutökum á Íslandi fjölgaði og gæti það skýrt að hluta breytingar í faraldsfræði gallblöðrumeina. Horfur í gallvegameinum virðist ekki hafa batnað á tímabilinu.

 

V-12   Blæðingartengd einkenni í sjúklingum með ristil- eða endaþarmskrabbamein átímabilinu 2008-2011 áÍslandi

Jóhann P. Hreinsson1, Jón G. Jónasson2, Einar S. Björnsson3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Meinafræðadeild og, 3meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala

Inngangur:Skortur er á þýðisbundnum rannsóknum varðandi einkenni ristil- og endaþarmskrabbameina (colorectal carcinoma, CRC), sér í lagi með tilliti til blæðingartengdra einkenna. Okkar markmið voru að kanna hversu stórt hlutfall sjúklinga með CRC er með blæðingartengd einkenni við greiningu og bera saman blæðara og þá sem ekki blæddu.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði yfir alla einstaklinga á Íslandi sem greindust með CRC frá 2008-2011. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Blæðingartengd einkenni voru skilgreind sem sýnileg blæðing, járnskortsblóðleysi og jákvætt próf fyrir blóði í hægðum. Teppueinkenni voru skilgreind sem staðfest greining garnalömunar eða myndgreining sýndi fram á víkkaðaðar garnalykkjur.

Niðurstöður: Upplýsingar um greiningu voru aðgengilegar hjá 472/496 (95%) sjúklinga og var meðalaldur 69±13 ár og hlutfall karla 51%. Í heild höfðu 348 (74%) sjúklingar blæðingartengd einkenni og voru 61% meðsýnilega blæðingu. Blæðarar voru ólíklegri enþeir sem ekki blæddu til aðvera meðmeinvörp viðgreiningu, eða19% sbr. 34%, (p=0,0007). Sýnilegir blæðarar voru ólíklegri en þeir sem ekki blæddu til að hafa teppueinkenni, 2% borið saman við 16% (p<0,0001). Leyndir blæðarar voru ólíklegri en þeir sem ekki blæddu til þess að vera með meinvörp við greiningu (p=0,03). Blæðarar voru líklegri til að vera á warfaríni samanborið við þá sem ekki blæddu, eða 9% samanborið við 3% (p=0.03). Ekki var munur á milli hópa varðandi notkun hjartamagnýls við greiningu.

Ályktun: Meirihluti sjúklinga sem greinast með ristil- eða endaþarmskrabbamein eru með blæðingartengd einkenni við greiningu. Blæðarar virðast greinast fyrr en þeir sem ekki blæða. Warfarín gæti aukið líkur á blæðingu hjá sumum sjúklingum og flýtt fyrir greiningu sjúkdómsins.

 

V-13   Rof á sarpbólgu í eggjastokksblöðru – sjúkratilfelli

Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Skurðlækningasvið Landspítala

Inngangur:Sarpbólga í ristli er algengur sjúkdómur sem stundum leiðir til rofs á ristli. Hér er kynnt tilfelli þar sem stækkandi blaðra á eggja­stokk reyndist vera graftarkýli vegna rofs á ristli vegna sarpbólgu.

Tilfelli:Tæplega fimmtug kona með sögu um kviðverki leitaði á bráðamóttöku með fimm daga sögu um versnandi verki um neðanverðum kvið. Við komu var hiti 38,5°C en lífsmörk stöðug. Skoðun leiddi í ljós dreifð kviðareymsli, mest í neðri fjórðungi vinstri megin og merki um staðbundna lífhimnubólgu. Á tölvusneiðmynd af kviðarholi sáust bólgubreytingar við bugaristil og afmörkuð fyrirferð í grindarholi, sem talin voru byrjandi graftarkýli. Hún lagðist inn á almenna skurðdeild og var meðhöndluð með sýkla­lyfjum. Við kvenskoðun var fyrirferðin talin vera stækkandi blaðra á eggjastokk og var fyrirhugað brottnám áhenni. Ellefu dögum síðar leitaði hún á bráðamóttöku Landspítala með vaxandi kviðverki og grængula útferð frá leggöngum. Á tölvusneiðmynd sáust vökvaloftborð í  blöðrunni. Kvenskoðun sýndi gang frá leggöngum að blöðrunni. Í aðgerðinni kom í ljós að ristillinn hafði rofnað inn í eggjastokksblöðruna og sýkt hana. Var ristilskurðlæknir kallaður til og gerð Hartmannsaðgerð auk þess sembáðir eggjastokkarnir voru fjarlægðir. Sjúklingurinn útskrifaðist heim 14 dögum eftir aðgerð við góða líðan. Tengt var á milli ristils og endaþarms að 6 mánuðum síðar.

Umræða: Stækkandi blaðra á vinstri eggjastokk hjá konum með þekktan sarpasjúkdóm í ristli getur verið vegna rofs á ristli inn í blöðruna. Náið samstarf ristilskurðlækna og kvensjúkdómalækna er nauðsynlegt í slíkum tilfellum svo hægt sé að undirbúa sjúklinga sem best fyrir skurðaðgerð.

 

V-14 Ánægjukönnun meðal 4. árs læknanema eftir hermikennslu

Elsa B. Valsdóttir1,3, Þorsteinn Jónsson3

1Skurðlækningasviði Landspítala, 2Læknadeild og 3Hjúkrunardeild Háskóla Íslands

Inngangur:Hermikennsla af ýmsum toga leikur æ stærra hlutverk í menntun nema í heilbrigðisvísindagreinum og heilbrigðisstarfsfólks. Í hermikennslu gefst nemum t.d. færi á að æfa sig í inngripum áður en farið er að vinna með sjúklinga. Frá árinu 2010 hefur tölvustýrð dúkka, Hermann, verið notuð til að kenna nemum á 4. ári við læknadeild HÍ ísetningu algengra íhluta eins og æðaleggja, magaslöngu, þvagleggja og brjóstholskera. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ánægju nemanna með þessa kennslu.

Efniviður og aðferðir: Tengill á spurningalista var sendur til allra nema á 4. ári í læknisfræði vet­urinn 2012-2013. Listinn var unninn í Uglunni og innihélt 7 spurningar.

Niðurstöður: 48 nemar fengu tengil á könnunina og svöruðu 17 (svarhlutfall var 35%). Allir voru sammála um að reynsla þeirra af kennslunni væri góð eða mjög góð, að hermikennsla væri mikilvægur hluti af náminu og æskilegt að hlutur hennar sé aukinn. 88% fannst tíminn til kennslunnar ekki nægur og margir hefðu viljað fá kennsluna fyrr. Allir voru sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að hermikennsla væri góður undirbúningur fyrir raunverulegar aðstæður.

Ályktun: Ánægja þeirra læknanema sem tóku þátt í könnuninni um hermikennslu á þessu formi er mikil. Það er eindreginn vilji þeirra að auknum tíma sé varið til hennar og hún notuð meira. Æskilegt er að hermikennslan fari fram í upphafi námsdvalar til að reynslan nýtist þeim sem best.

 

V-15   Hermikennsla deildarlækna á almennri skurðdeild Landspítala

Elsa B. Valsdóttir1,2

1Skurðlækningasviði Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur:Hermikennsla af ýmsum toga leikur æ stærra hlutverk í menntun lækna. Frá hausti 2012 hefur farið fram markviss kennsla deildarlækna í kviðsjáraðgerðum ísérstökum hermikassa. Þar getadeildarlæknar gert fyrirfram ákveðnar æfingar undir handleiðslu sérfræðings. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ánægju deildarlækna með þessa kennslu en einnig kanna viðhorf sérfræðinga til deildarlækna sem lokið hafa slíkum æfingum.

Efniviður og aðferðir: Fimmtán deildarlæknum á almennri skurðdeild, sem samkvæmt kennslu­áætlun áttu að hafa lokið a.m.k. einni umferð í hermikennslu, var send könnun í tölvupósti þar sem spurt var um afstöðu þeirra til kennslunnar. Einnig voru 20 skurðlæknar, sem allir framkvæma kviðsjáraðgerðir, spurðir hvort þeir væru líklegri til að leyfa deildarlækni að gera meira í kviðsjáraðgerðum hjá sér ef þeir vissu að við­komandi hefði æft sig í kviðsjáræfingakassa undir leiðsögn sérfræðings.

Niðurstöður:Alls svöruðu 14 deildarlæknar (93%) og 17 skurðlæknar (85%). Helmingur deildarlækna hafði lokið einni umferð í hermikassa. Öllum fannst mikið gagn að æfingunum og leiðbeiningum sérfræðings og þeir hafa meira sjálfstraust viðraunverulegar aðstæður eftir að hafa lokiðæfingunum. Allir sérfræðingar sögðust líklegri til aðleyfa deildarlæknum að gera meiraíaðgerðum ef þeir vissu aðviðkomandi hefði æft sigíhermikennslu undir leiðsögn.

Ályktun: Gera þarf átak til að standa við kennslu­áætlun deildarlækna. Bæði deildarlæknar og sérfræðingar eru sammála um að hermikennsla skili sér inn áskurðstofuna íformi betra sjálfstraust og meira trausts.

 

V-16   Faraldsfræði briskrabbameins á Íslandi á tímabilinu 1986-2009

Sara Bjarney Jónsdóttir1, Gunnar Júlíusson1,Jón G.Jónasson1,3, Jón Ö. Kristinsson3, Einar S. Björnsson1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lyflækningasviði og 3meinafræðideild Landspítala

Inngangur: Síðasta rannsóknin um briskrabbamein áÍslandi náði til sjúklinga sem greindust fyrir 1986. Ásíðustuáratugum hafa komiðnýjar rannsóknaraðferðir og meðferðir en ekki er ljóst hvort horfur sjúkdómsins hafi batnað.

Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn á sjúklingum sem greindustu með briskrabbamein á Íslandi frá 1986 til 2009. Upplýsingar voru unnar úr Krabbameinsskrá Íslands sem og sjúkraskrám sjúklinganna. Tímabilinu var skipt í tvö undirtímabil: 1986-1997 (A) og 1998-2009 (B).

Niðurstöður: 660 sjúklingar greindust í heild með briskrabbamein, 333 konur, miðgildi aldurs var 72 ár (millifjórðungsbil: 64-79). 302 greindust á tímabili A, aldur 71 ár (millifjórðungsbil: 63-79) og 359 á tímabili B, 73 ár (millifjórðungsbil: 64-80). Alls 489 sjúklingar (74%) voru greindir með vefjasýni, 239 (79%) á tímbilil A og 250 (69%) á tímabili B. Af 489 sjúklingum greindust 427 (87%) með kirtlakrabbamein (adenocarcinoma); 203 (85%) og 224 (90%) á tímabilum A og B. Nýgengi á tímabili A var 9,7 en 10,2/100.000 íbúa á tímabili B (NS). Alls fóru 67 sjúklingar (10%) í brottnámsaðgerð, 43 (14%) á tímabili A og 24 (7%) á B. Alls fengu 141 sjúklingar lyfjameðferð, 30 á tímabili A og 111 á B. Miðgildi lifunar á tímabilum A og B vor 81 og 99 dagar á B (NS). Á tímabili A lifðu 4 af 302 sjúklingum (1,3%) í meira en 5 ár og fóru þeir allir í aðgerð. Meingerðir þessara sjúklinga var kirtlakrabbamein (n=2), slímugt blöðrumyndandi æxli (mucinous cystic neoplasm) (n=1) og totumyndandi kirtlakrabbamein (papillary adenocarcinoma) (n=1). Á tímabilil B lifðu 6 af 359 sjúklingum(1,7%) ímeira en 5 ár og fóru þeir einnig allir í aðgerð. Meingerðir þessara æxla voru kirtlakrabbamein (n=2), taugainnkirtlakrabbamein ­(neuroendocrine carcinoma) (n=1), taugainnkirtla æxli (neuroendocrine tumor; NET) (n=1) og totumyndandi krabbamein (papillary carcinoma) (n=1). Vefjagreining fékkst ekki í einu þessara tilfella.

Ályktanir: Nýgengi, aldur viðgreiningu og horfur briskrabbameins hafa lítið breyst síðastliðin 25ár.Aðgerðum hefur fækkaðen notkun líknandilyfjameðferðar hefur aukist til muna.

 





Þetta vefsvæði byggir á Eplica