11. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Maður er manns gaman

mynd3.11

Hér sést yfir stóra salinn hjá læknafélögunum í Hlíðasmára föstudaginn 16. október síðastliðinn, en þá var settur á laggirnar „læknaklúbbur“ í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Reykjavíkur. Óttar Guðmundsson rakti þátttöku og ímynd lækna í samfélagi og menningu – og sýndi bæði kost og löst á stéttinni í máli og myndum. Tryggvi Helgason brá upp ýmsum dæmum um hvað framtíðin getur borið í skauti nú þegar tíminn líður æ hraðar. Eftir hlé stýrði Magni Jónsson hópnum niður í nokkrar einingar og lét hverja um sig svara álitaefnum um læknisstarfið. Í lokin voru þær niðurstöður lagðar á borðið fyrir allan hópinn. - Einsog vera ber í afmæli voru viðstaddir í hátíðaskapi og almenn ánægja ríkjandi. Mynd & texti: VS

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica