10. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Mikilvægt samstarf

Mikilvægt samstarf Norræna læknaráðið fundaði á dögunum í Hlíðasmára. Ráðið skipa formenn landsfélaga lækna á Norðurlöndunum og er mikilvægur samstarfsvettvangur um norræn málefni lækna og ekki síður útávið til Evrópu og alþjóðlega. Efni fundarins voru hagsmunir lækna sem starfa á Norðurlöndunum og skyldur viðkomandi læknafélags gagnvart læknum sem flust hafa á milli landanna. Að sögn Birnu Jónsdóttur formanns LÍ hefur sameiginleg stefnumótun læknaráðsins á alþjóðlegum vettvangi skilað góðum árangri á undanförnum árum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni eru f.v. frá norska læknafélaginu Björn Oscar Hoftvedt læknir, Torunn Janbu formaður, frá sænska læknafélaginu Gabriella Blomberg starfsmaður, Bente Hyldahl Fogh framkvæmdastjóri danska læknafélagsins, Heikki Pälve framkvæmdastjóri finnska læknafélagsins, Eva Nilson Bågenholm formaður sænska læknafélagsins, Timo Kaukonen formaður finnska læknafélagsins, Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri LÍ, Håkan Wittgren læknir frá sænska læknafélaginu og Birna Jónsdóttir formaður LÍ.

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica